Dietrich Buxtehude
Útlit
Diderik Buxtehude (um 1637 – 9. maí 1707) var barokktónskáld og organisti frá Helsingjaborg á Skáni, sem þá var undir stjórn Dana. Síðar á ævinni notaðist hann við þýska útgáfu nafns síns og kallaði sig Dietrich Buxtehude. Hann varð organisti 1657 við Maríukirkju í Helsingjaborg. Svíar fengu Skán við friðarsamningana í Hróarskeldu 1658 og tveimur árum síðar sótti hann um sem organisti á Helsingjaeyri í kirkju sem þjónaði þýska minnihlutanum í bænum. Þaðan barst orðstír hans til Þýskalands og 1668 varð hann organisti í Maríukirkju í Lýbiku (Lübeck) og starfaði þar til dauðadags. Hann hafði mikil áhrif á tónskáld barrokktímans eins og Händel og Bach sem varð fyrir sterkum áhrifum frá honum.