CAR og CDR
Útlit
car (Contents of the Address part of Register number) og cdr (Contents of the Decrement part of Register number) eru frumaðgerðir á cons-hólf sem komu fyrst fram í Lisp-forritunarmálum þar sem car vísar í fyrri hluta cons-hólfs og cdr í þann síðari:
(car (cons 'fyrra 'síðara))
⇒ fyrra
(cdr (cons 'fyrra 'síðara))
⇒ síðara
Þegar cons-hólfið hefur að geyma flóknari stök þá sækir car fyrsta stakið og car sækir afganginn; því eru aðgerðirnar einatt kallaðar first (‚fyrsti hluti‘) og rest (‚afgangur‘).