Fara í innihald

Baðmull

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fræ baðmullarrunnans

Baðmull eða bómull eru trefjar sem vaxa utanum fræ baðmullarrunna, sem eru runnar af ættkvíslinni Gossypium, sem vex í hitabeltinu og heittempruðum svæðum jarðar. Baðmullartrefjar eru oftast spunnar í þráð sem er ofinn í mjúkt klæði. Baðmull er mest notaða náttúrulega efnið í fatnaði í dag.

Vinnsla baðmullar

[breyta | breyta frumkóða]

Baðmull er unnin úr fræhárum baðmullarplöntunnar. Fræhárin eru yfirleitt 20-38mm en geta þó verið 10-6mm. Þegar blómin af baðmullarplöntunni falla kemur í staðinn grænt ber. Þegar berið er orðið fullvaxta verður það brúnt og opnast. Hvítir baðmullarþræðir koma þá í ljós. Baðmullarplanta getur orðið allt að fimmtán ára gömul og er helst ræktuð í Kína, Japan, Indlandi, Afríku, á Suðurhafseyjum og í Suður-Ameríku. Baðmull er flokkuð eftir eiginleikum í þrjá höfuðflokka eftir lengd þráðanna, hreinleika og lit. Einnig skiptir máli hversu fínir þræðirnir er, teygjanleiki þeirra, styrkur, viðloðunarhæfni og slitþol.

Eiginleikar baðmullar

[breyta | breyta frumkóða]

Baðmull er sterkt efni og teygjanlegt. Það þolir vel sólarljós og tekur vel við vökva, raka og lit. Baðmullinn þolir vel þvott og straujun á háum hita. Við þvott styttist lengd þráðanna um 10%, en þvermál þeirra um 5%. Baðmullarþræðirnir innihalda ekki loft og hafa því litla einangrunareiginleika. Baðmull krumpast og vill taka í sig óhreinindi.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.