Bómustrekkjari
Útlit
Bómustrekkjari eða kikker á seglskipum er band eða bulla sem er fest neðan á bómuna framanverða til að strekkja hana niður að framan sem breytir lagi seglsins. Venjulega liggur bómustrekkjarinn frá neðsta hluta mastursins skáhallt upp að bómunni. Venjulega þarf blakkir á línuna vegna þess hve mikið afl þarf til að strekkja á bómunni þegar seglin eru uppi. Á stærri skipum er bómustrekkjarinn yfirleitt einhvers konar bulla með dælu.
Bómustrekkjarinn er eitt af þremur tækjum til að stjórna snúningi á stórsegli seglskútu. Hin tvö eru stórskautið og stórskautssleðinn.