Fara í innihald

Amazon.com

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Amazon.com
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 1994
Staðsetning Seattle, Washington, Bandaríkin
Lykilpersónur Jeff Bezos
Starfsemi Vefverslun
Tekjur US$14,84 miljarðar
Hagnaður e. skatta US$476 milljónir
Starfsfólk 647,500 (2018)
Vefsíða www.amazon.com

Amazon.com, Inc. (NASDAQAMZN) er bandarískt vefverslunarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Seattle í Washington. Það var eitt af fyrstu fyrirtækjum til að selja vörur á Internetinu og var táknmynd í netfyrirtækjaloftbólunni árið 1999. Það skilaði fyrst hagnaði árið 2003.

Fyrirtækið var stofnað árið 1994 af Jeff Bezos, og hóf rekstur árið 1995. Í byrjun seldi Amazon.com bara bækur en skömmu síðar byrjaði það að selja myndbönd, mynddiska, geisladiska, MP3, forrit, tölvuleiki, raftæki, fatnað, húsgögn, mat, leikföng og meira. Amazon markaðssetur og selur Kindle lestölvuna.

Amazon.com hefur aðgreindar netverslanir í Kanada, Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi, Kína (Joyo.com) og Japan.