Amanda Bynes
Amanda Bynes | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Amanda Laura Bynes 3. apríl 1986 |
Helstu hlutverk | |
The Amanda Show Holly Tyler í What I Like About You Viola Hastings í She's the Man Penny í Hairspray |
Amanda Laura Bynes (f. 3. apríl 1986) er bandarísk leikkona, fyrrverandi kynnir á Nickelodeon, grínisti, fatahönnuður og söngkona. Eftir að hafa leikið í nokkrum vinsælum sjónvarpsþáttaröðum (All That og The Amanda Show) og verið í Nickledon í nokkur ár, sneri hún sér að kvikmyndum og lék í nokkrum kvikmyndum sem voru ætlaðar unglingum meðal annars She's the Man (2006) og Hairspray (2007).
Árið 2006 var Amanda valin ein af 25 heitustu stjörnunum undir 25 ára af Teen People's og árið 2007 var hún í fimmta sæti á lista Forbes yfir tekjuhæstu stjörnurnar undir 21 árs, með 2,5 milljónir dollara í tekjur.
Æska
[breyta | breyta frumkóða]Amanda Laura Bynes fæddist í Thousand Oaks í Kaliforníu og er dóttir Lynn, aðstoðarkonu tannlæknis og skrifstofustjóra, og Rick Bynes, tannlæknis og grínista. Byens á tvö eldri systkini, Tommy (f. 1974), kírópraktor og Jillian (f. 1983), sem er með B.A.-gráðu í sögu frá UCLA og hefur einnig leikið. Amma hennar og afi eru frá Toronto, Ontario. Faðir Amöndu er kaþólskur og móðir hennar er gyðingur; hún hefur sagt að hún sé gyðingur en hefur einnig sagt „ég er ekki búin að ákveða mig enn [með trú]“. „Ég veit ekki alveg hverju ég trúi“.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1993 var Amanda þjálfuð sem leikkona af Arsenio Hall og Richard Pryor í grínbúðum og byrjaði hún að leika fagmannlega þegar hún var sjö ára þegar hún lék í auglýsingu fyrir Buncha Crunch nammi. Þegar hún var barn lék hún einnig í sviðsuppfærslum af Annie, The Secret Garden, Music Man og The Sound of Music. Eftir að hafa farið í leiklistartíma, varð Amanda fastur liðsmaður leikaraliðsins í Nickelodeon's Figure It Out og All That (bæði árið 1996). Hún var áfram aðalleikari í þáttunum All That þangað til að þættirnir hættu árið 2000 þrátt fyrir að hún hafi birst í sketsunum síðan hún byrjaði að undirbúa sinn eigin þátt, The Amanda Show. The Amanda Show innihélt blöndu af gamansömu atriðum og sketsum, meðal annars Amöndu Bynes að leika Trudy dómara, dómara sem var byggður á Judy dómara sem dæmir alltaf krökkunum í hag og Penelope Taynt, stelpu sem er heltekin af Amöndu.
Amanda lék í fyrstu kvikmyndinni sinni árið 2002, Big Fat Liar, þar sem hún lék á móti Frankie Muniz. Fyrsta aðalhlutverkið hennar var í kvikmyndinni What a Girl Wants, árið 2003 þar sem hún lék Daphne Reynolds. Í myndinni lék hún á móti Colin Firth, Oliver James og Kelly Preston. Síðan lék hún í sjónvarpsþáttunum What I Like About You og talaði inn á Charlotte's Web 2: Wilbur's Great Adventure og Robots. Hún lék síðan í þætti af The Nightmare Room sem Danielle Warner og í Arliss sem Crystal Dupree. Hún var á forsíðu Vanity Fair í júlí 2003 ásamt níu öðrum ungum Hollywood-leikkonum, m.a. Lindsay Lohan, Hilary Duff , Alexis Bledel, Raven-Symoné, Evan Rachel Wood, Mary-Kate og Ashley Olsen og Mandy Moore. Þrátt fyrir að hún sé oft borin saman við þær sagði Amanda: „Það er eins og að vera sæta stelpan í menntaskólapartýi. Ég var aldrei sú stelpa. Ég var með hrikalega mikið af unglingabólum og var óörugg með sjálfa mig. Ég var hávaxin og mjó. Mér fannst ég alls ekki vera falleg og strákum fannst ég ekki vera falleg. Það er ástæðan fyrir því að ég fór út í grínið.“ Hún sagði líka að það væru hennar tengsl við unglinga gætu stafað af því að hún „er líkari þeim en einhverjir aðrir frægir, eða eitthvað svoleiðis“.
Árið 2006 lék Amanda í kvikmyndinni She's the Man, gamanmynd byggð á sögu Williams Shakespeare. Í myndinni dulbýst persóna Amöndu sem bróðir sinn til þess að geta spilað fótbolta með strákaliðinu þegar stelpaliðið er lagt niður. Framleiðendurnir vildu upphaflega að söngvarinn Jesse McCartney myndi leika bróður Amöndu þar sem þeir sáu eitthvað líkt með þeim í útliti en McCartney var upptekinn. James Kirk leikur bróðurinn í myndinni. Í kringum það þegar myndin var að koma út sagði Amanda að hún væri að byrja að leika í fullorðinslegri hlutverkum og henni finnst að hún sé ennþá að þróa leiklistarhæfileikana sína og að fullorðnast sem leikkona og sagði að hún yrði betri með hverju hlutverkinu. Bynes lék síðan í annarri rómantískri-gamanmynd, Lovewrecked sem var tekin upp á undan She's the Man en kom út á eftir henni. Hún lék síðan Penny Pingleton í Hairspray árið 2007 sem er kvikmynd gerð eftir vinsælum Broadway-söngleik. Síðan lék hún í annarri gamanmynd, Sydney White, og kom myndin út 21. september 2007. Myndin er byggð á sögunni um Mjallhvíti og dvergana sjö, þar sem Amanda leikur nema á fyrsta ári í háskóla og á erfitt með að passa inn í hópinn. Sara Paxton og Matt Long léku líka í myndinni.
Árið 2008 lék hún í sjónvarpsmyndinni Living Proof sem nema-aðstoðamaður Harry Connick yngri, sem býr til Herceptin-lyfið fyrir konur með brjóstakrabbabein.
Í apríl 2009 lék Bynes í 1. þætti af sjónvarpsþáttaröðinni Canned, en þáttaröðinni tókst ekki að fara í loftið. Amanda átti að leika aðalhlutverkið í gamanmyndinni Post Grad. Alexis Bledel kom í hennar stað.
Í júní 2009 skrifaði Bynes undir tveggja kvikmyndasamning við Screen Gems. Önnur kvikmyndin á að vera unglina-gamanmynd, Easy A, og leika Emma Stone og Lisa Kudrow líka í myndinni. Amanda endurtekur síðan hlutverk sitt sem Penny Pingleton í annarri myndinni af Hairspray.
Ferill sem hönnuður
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2007 skrifaði Amanda undir fimm ára samning við Steve & Barry's um að búa til nýja fatalínu. Nýja línan fór í búðir þann 16. ágúst 2007.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Bynes útskrifaðist úr menntaskólanum í Thousand Oaks í gegnum einstaklingsbundið nám (þó hún hafi gengið í La Reina menntaskólann í Thousand Oaks í einhvern tíma) og hefur sagt frá löngun sinni til þess að fara í New York-háskóla (NYU) í nálægri framtíð. Hún hefur flutt í íbúð í Hollywood í Kaliforníu en flutti seinna aftur heim til foreldra sinna. Amanda hefur áhuga á listmálun og tískuhönnun og hefur sagt að hún sé „stelpan sem á þá stærstu martröð að týna snyrtitöskunni sinni á ferðalagi“.
Árið 2007 talaði hún á mót því að verða villt Hollywood-stjarna. „Ég held að ég fari eins mikið út og ég hef verið að gera ... sem er ekki mikið. Mér finnst gaman að dansa og svoleðis en það er ekki gott fyirr þig að drekka, á allan hátt. Það er ekki gott fyrir húðina á þér; það lætur þér líða hræðilega. Svo að ég drekk ekki.“ Hún sagði þetta sumarið 2007 í sjónvarpsþætti og í mörgum viðtölum. Hún sagði Access Hollywood; „Mér finnst gaman að vera með fjölskyldunni minni og vinum og ég þarf ekki að fara á klúbba til þess að skemmta mér.“ Í viðtali í desember 2007 lýsti hún því hvað foreldrar hennar kenndu henni um alkóhól.
Hún hefur einnig sagt að hún sé að endurmeta hvernig hún eigi að verja frítímanum sínum. Í janúarblaði Cosmopolitan árið 2009 sagði Amanda: „Ég er vön því að vera þekkt sem stelpan sem er á móti klúbbum. En ég er að finna jafnvægið á milli. Ég get drukkið [áfengi] og dansað ef mig langar til þess. Þú verður að fara út til þess að hitta fólk og stráka. Ég er á því skeiði að ég vil bara hafa gaman.“
Hlutverk
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemdir |
---|---|---|---|
2002 | Big Fat Liar | Kaylee | Aðalhlutverk |
2003 | What a Girl Wants | Daphne Reynolds | Aðalhlutverk |
Charlotte's Web 2: Wilbur's Great Adventure | Nellie | Rödd | |
2005 | Robots | Piper Pinwheeler | Rödd |
Love Wrecked | Jenny Taylor | Aðalhlutverk | |
2006 | She's the Man | Viola Hastings | Aðalhlutverk |
2007 | Hairspray | Penny Pingleton | Aukahlutverk |
Sydney White | Sydney White | Aðalhlutverk | |
2010 | Easy A | Marianne | Aukahlutverk |
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Þáttur | Hlutverk | Athugasemdir |
---|---|---|---|
1996–00 | All That | Mismunandi | |
1997–99 | Figure It Out | Panelist | |
1999 | Arli$$ | Crystal Dupree | Gestahlutverk |
1999–02 | The Amanda Show | Umsjónarmaður/Ýmsir/Penelope Taynt | |
2001 | The Drew Carey Show | leikari í skets (1 þáttur) | Gestaleikari |
The Nightmare Room | Danielle Warner (1 þáttur) | Gestahlutverk | |
Rugrats | Taffy (6 þættir) | ||
2002–06 | What I Like About You | Holly Tyler (82 þættir) | Aðalhlutverk |
2008 | Family Guy | Anna (1 þáttur) | Gestarödd |
Living Proof | Jamie | Aukahlutverk | |
2009 | Canned | Sarabeth (ósýndur þáttur) | Lead Role |