Fara í innihald

Aðgreiningin mikla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aðgreiningin mikla er hugtak í hagsögu sem var sett fram af fræðimanninum Samuel P. Huntington (fræðimaðurinn Eric Jones talaði einnig um Evrópska kraftaverkið í sama samhengi árið 1981) sem vísar til þeirrar framþróunar sem varð í hinum vestræna heimi á 19. öld, Vesturlönd urðu þar með valdamesta og efnaðasta siðmenningin. Vesturlönd tóku fram úr Kingveldinu í Kína, Mógúlveldinu í Indlandi, Tokugawa-veldinu í Japan og Tyrkjaveldi.

Til grundvallar aðgreiningunni miklu liggja margþætt og flókin ferli Landafundanna, Upplýsingarinnar, Vísindabyltingarinnar og loks Iðnbyltingarinnar. Fræðimenn hafa sett fram fjölda kenninga til skýringar á því hvers vegna aðgreiningin mikla varð, þar með talið íhlutun hins opinbera, landfræðilegir þættir og ríkjandi hefðir.

  Þessi sögugrein sem tengist hagfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.