9. ágúst
Útlit
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2025 Allir dagar |
9. ágúst er 221. dagur ársins (222. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 144 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 48 f.Kr. - Orrustan við Farsalos milli Pompeiusar og Caesars átti sér stað.
- 1138 - Jarðskjálfti varð 230 þúsund manns að bana í borginni Aleppó á Sýrlandi.
- 1157 - Blóðveislan í Hróarskeldu. Sveinn konungur veitti meðkonungum sínum, Valdimar og Knúti, banatilræði og tókst að drepa Knút en Valdimar komst undan.
- 1173 - Bygging klukkuturns við dómkirkjuna í Písa hófst.
- 1610 - Landnemar frá Jamestown réðust á bæ Paspahegh-indíána, myrtu tugi þeirra, rændu konu Powhatans höfðingja og börnum hennar og myrtu þau öll skömmu síðar. Þar með hófst Stríð Englendinga og Powhatana.
- 1641 - Austurríki viðurkenndi formlega svissnesku kantónuna Graubünden.
- 1666 - Varðeldur Holmes: Robert Holmes leiddi árás á hollensku eyjuna Terschelling þar sem hann brenndi 150 kaupför og rændi bæinn.
- 1673 - Hollensk skip náðu New York-borg aftur á sitt vald.
- 1851 - Er þjóðfundinum í Reykjavík var slitið hrópuðu þingmenn undir forystu Jóns Sigurðssonar: „Vér mótmælum allir“.
- 1873 - Kveðja, fyrsta kvæði eftir Stephan G. Stephansson, birtist í blaðinu Norðanfara fáum dögum eftir að Stephan fór alfarinn af Íslandi.
- 1945 - Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgina Nagasaki.
- 1970 - Sex áhorfendur á Kanonloppet í Svíþjóð létust þegar tveir kappakstursbílar rákust á og fóru út af brautinni.
- 1974 - Afsögn Richard Nixon Bandaríkjaforseta gekk í gildi og Gerald Ford varaforseti tók við.
- 1977 - Urho Kekkonen forseti Finnlands kom í opinbera heimsókn til Íslands. Hann hafði komið einu sinni áður.
- 1979 - Menntamálaráðuneytið friðaði húsin á Bernhöftstorfu í Reykjavík.
- 1981 - Stokksnesganga er haldin á vegum Samtaka herstöðvaandstæðinga.
- 1982 - Fjórir meðlimir í hryðjuverkasamtökunum Direct Action réðust á veitingastað gyðinga í París, myrtu sex manns og særðu 22.
- 1987 - Mosfellshreppur fékk kaupstaðarréttindi og varð Mosfellsbær.
- 1987 - Hoddle Street-fjöldamorðin: Julian Knight, 19 ára, skaut 7 til bana og særði 19 í úthverfi Melbourne í Ástralíu.
- 1989 - Savings and loan-kreppan: Bandaríkjaforseti undirritaði lög um mestu björgunaraðgerðir sögunnar handa fjármálafyrirtækjum.
- 1993 - Albert 2. Belgíukonungur tók við embætti.
- 1999 - Boris Jeltsín rak ríkisstjórn Rússlands í fjórða sinn.
- 2001 - Palestínumaður réðist á Sbarro-veitingastað í Jerúsalem og myrti 15 manns.
- 2005 - Benjamin Netanyahu, þá fjármálaráðherra Ísraels, sagði af sér til að mótmæla áformum Ariels Sharon um að leggja niður landtökubyggðir gyðinga á Gasaströndinni.
- 2005 - Lee Hughes, enskur knattspyrnumaður, var dæmdur í sex ára fangelsi vegna manndráps.
- 2006 - Þrír mexíkóskir sjómenn björguðust eftir að hafa rekið um Kyrrahafið í 10 mánuði. Þeir höfðu lifað af hráum fiski og fuglum.
- 2007 - Fjármálakreppan 2007-2008 hófst með því að franski bankinn BNP Paribas stöðvaði greiðslur úr þremur vogunarsjóðum sem höfðu fjárfest mikið í undirmálslánum.
- 2014 - Hvítur lögreglumaður skaut þeldökka táninginn Michael Brown til bana í Ferguson (Missouri) sem leiddi til öldu mótmæla.
- 2020 - Endurkjör Alexanders Lúkasjenkós, forseta Hvíta-Rússlands, leiddi til harðra mótmæla.
- 2021 - Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar gaf út 6. matsskýrslu sína þar sem fram kom að athafnir manna hefðu víðtæk og varanleg áhrif á loftslag.
- 2021 - Sporvagnakerfi Tampere hóf starfsemi í Finnlandi.
- 2022 - William Ruto var kosinn forseti Kenía.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1593 - Izaak Walton, enskur rithöfundur (d. 1683).
- 1653 - John Oldham, enskt skáld (d. 1683).
- 1838 - Theodór Jónassen, amtmaður og háyfirdómari (d. 1891).
- 1895 - Haraldur Jónasson, íslenskur bóndi (d. 1978).
- 1900 - Guðmundur Halldórsson, íslenskur knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1986).
- 1903 - Victor Urbancic, austurrískur tónlistarmaður (d. 1958).
- 1914 - Tove Jansson, finnskur rithöfundur og listmálari (d. 2001).
- 1922 - Taro Kagawa, japanskur knattspyrnumaður (d. 1990).
- 1925 - Eiríkur Smith, íslenskur myndlistarmaður (d. 2016).
- 1927 - Marvin Lee Minsky, bandarískur vísindamaður (d. 2016).
- 1938 - Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu.
- 1938 - Otto Rehhagel, þýskur knattspyrnuþjálfari.
- 1939 - Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu.
- 1948 - Gunnar Þ. Andersen, íslenskur viðskiptafræðingur.
- 1957 - Melanie Griffith, bandarísk leikkona.
- 1961 - John Key, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
- 1963 - Whitney Houston, bandarísk söngkona, lagahöfundur, leikkona og framleiðandi (d. 2012).
- 1963 - Jay Leggett, bandarískur leikari (d. 2013).
- 1968 - Gillian Anderson, bandarísk leikkona.
- 1968 - Eric Bana, ástralskur leikari.
- 1968 - McG, bandarískur leikstjóri.
- 1972 - Liz Vassey, bandarísk leikkona.
- 1973 - Filippo Inzaghi, ítalskur knattspyrnumaður.
- 1976 - Jessica Capshaw, bandarísk leikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 117 - Trajanus, keisari Rómar (f. 53).
- 1048 - Damasus 2. páfi.
- 1157 - Knútur Magnússon, Danakonungur (f. 1129).
- 1516 - Hieronymus Bosch, hollenskur málari.
- 1880 - Edmond Albius, þræll frá Réunion (f. 1829).
- 1909 - Jemima Blackburn, skoskur teiknari (f. 1823).
- 1919 - Ernst Haeckel, þýskur líffræðingur og heimspekingur (f. 1834).
- 1927 - Geir Sæmundsson, vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi og prestur á Akureyri (f. 1867).
- 1927 - Stephan G. Stephansson, vestur-íslenskt skáld (f. 1853).
- 1948 - Hugo Ferdinand Boss, þýskur fatahönnuður (f. 1885).
- 1962 - Hermann Hesse, þýskur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1877).
- 1975 - Dímítríj Sjostakovítsj, rússneskt tónskáld (f. 1906).
- 2008 - Bernie Mac, bandariskur leikari (f. 1957).
- 2010 - Ted Stevens, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1923).