18. október
Útlit
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2025 Allir dagar |
18. október er 291. dagur ársins (292. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 74 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1009 - Grafarkirkjan í Jerúsalem var eyðilögð af Al-Hakim bi-Amr Allah kalífa.
- 1016 - Játmundur járnsíða laut í lægra haldi fyrir her Knúts mikla í orrustunni við Ashingdon.
- 1356 - Borgin Basel í Sviss hrundi í jarðskjálfta.
- 1497 - Hans var kjörinn konungur Svíþjóðar. Þar með var Kalmarsambandið endurreist í bili.
- 1601 - Sænskur her settist um pólsku borgina Wolmar.
- 1618 - Sænska ríkisskjalasafnið var stofnað með kansellískipun Axels Oxenstierna.
- 1660 - Friðrik 3. Danakonungur kom á einveldi í Danmörku með friðsamri hallarbyltingu.
- 1685 - Loðvík 14. gaf út Fontainebleu-tilskipunina þar sem hann lýsti mótmælendatrú ólöglega og afnam þannig þau réttindi sem húgenottar höfðu fengið með Nantes-tilskipuninni 1598.
- 1904 - Bodesafnið var vígt í Berlín.
- 1906 - Stórbruni varð á Akureyri: Sjö hús brunnu og um áttatíu manns misstu heimili sín. „Mesti húsbruni á Íslandi,“ sagði blaðið Norðurland.
- 1913 - Á Seyðisfirði var vígð rafveita, sem var ein sú fyrsta á Íslandi, sem náði til heils bæjarfélags og var af því tilefni haldin ljósahátíð þegar fyrstu rafljósin voru kveikt.
- 1922 - BBC var stofnað í Bretlandi.
- 1942 - Alþingiskosningar voru haldnar við breytta kjördæmaskipan.
- 1952 - Hið íslenska ljósmyndafélag var stofnað í Reykjavík.
- 1967 - Bandaríska teiknimyndin Skógarlíf var frumsýnd.
- 1968 - Umdæmi kaþólsku kirkjunnar á Íslandi var gert að sérstöku biskupsdæmi.
- 1976 - Ford hóf fjöldaframleiðslu á Ford Fiesta í verksmiðju sinn í Valensíu á Spáni.
- 1977 - Þýska haustið: Andreas Baader, Jan-Carl Raspe og Gudrun Ensslin frömdu sjálfsmorð í Stammheim-fangelsinu.
- 1980 - Sjötta lota Kröfluelda hófst og stóð í fimm daga og var þetta þriðja lotan á sama árinu.
- 1985 - Leikjatölvan Nintendo Entertainment System kom á markað í Bandaríkjunum.
- 1986 - Kvikmyndin Stella í orlofi var frumsýnd í Reykjavík.
- 1989 - NASA skaut Galileo-geimfarinu á loft.
- 1989 - Leiðtogi Austur-Þýskalands, Erich Honecker, var neyddur til að segja af sér. Egon Krenz tók við.
- 1995 - Hafist var handa við að reisa Eyrarsundsbrúna.
- 2000 - Íslenski sjónvarpsþátturinn 70 mínútur hóf göngu sína á PoppTíví.
- 2006 - Microsoft gaf út Windows Internet Explorer 7.
- 2007 - Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, sneri heim til Pakistan eftir átta ára útlegð til að taka þátt í forsetakosningum. Sama kvöld var sjálfsmorðsárás gerð á bílalest Bhutto. Hún slapp ómeidd en 136 aðrir létust.
- 2011 - Ísrael og hin palestínsku Hamas-samtök höfðu fangaskipti, þar sem Ísrael leysti 1027 palestínska fanga úr haldi í skiptum fyrir að Hamas leystu hermanninn Gilad Shalit úr gíslingu.
- 2013 - Sádi-Arabía hafnaði sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það var í fyrsta sinn sem land hafði hafnað sæti.
- 2014 - 20 létust í árás uppreisnarmanna í ADF-Nalu á bæinn Byalos í Austur-Kongó.
- 2022 - Ulf Kristersson varð forsætisráðherra Svíþjóðar.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1130 - Zhu Xi, kínverskur fræðimaður (d. 1200).
- 1405 - Píus 2. páfi (d. 1464).
- 1523 - Anna Jagiellon, Póllandsdrottning (d. 1596).
- 1609 - Josias Rantzau, þýskur herforingi (d. 1650).
- 1634 - Luca Giordano, ítalskur listmálari (d. 1705).
- 1652 - Abraham van Riebeeck, landstjóri í Hollensku Austur-Indíum (d. 1713).
- 1777 - Heinrich von Kleist, þýskur rithöfundur (d. 1811).
- 1831 - Friðrik 3. Þýskalandskeisari (d. 1888).
- 1835 - Tryggvi Gunnarsson, íslenskur bankastjóri (d. 1917).
- 1836 - Magnús Stephensen, síðasti landshöfðingi Íslands (d. 1917).
- 1859 - Henri Bergson, franskur heimspekingur (d. 1941).
- 1873 - Ivanoe Bonomi, ítalskur stjórnmálamaður (d. 1951).
- 1919 - Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kanada (d. 2000).
- 1926 - Chuck Berry, bandarískur tónlistarmaður (d. 2017).
- 1929 - Violeta Chamorro, nígaragskur stjórnmálamaður.
- 1932 - Vytautas Landsbergis, litháískur stjórnmálamaður.
- 1939 - Lee Harvey Oswald, bandarískur morðingi (d. 1963).
- 1943 - Friðrik Sophusson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1956 - Martina Navratilova, tennisleikkona.
- 1956 - Isabelle Autissier, frönsk siglingakona.
- 1957 - Mihailo Petrović, serbneskur knattspyrnumaður.
- 1968 - Michael Stich, tennisleikari.
- 1968 - Naoto Otake, japanskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Karl Nehammer, austurrískur stjórnmálamaður.
- 1979 - Ne-Yo, bandarískur söngvari.
- 1984 - Freida Pinto, indversk leikkona.
- 1987 - Zac Efron, bandarískur söngvari og leikari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1216 - Jóhann landlausi, Englandskonungur (f. 1166).
- 1417 - Gregoríus 12. páfi (f. um 1326).
- 1503 - Píus 3. páfi (f. 1439).
- 1667 - Fasilídes, Eþíópíukeisari (f. 1603).
- 1678 - Jacob Jordaens, flæmskur listmálari (f. 1593).
- 1851 - Brynjólfur Pétursson, lögfræðingur og einn Fjölnismanna (f. 1810).
- 1865 - Georg Berna, þýskur náttúrufræðingur (f. 1836).
- 1865 - Henry John Temple, vísigreifi af Palmerston, breskur stjórnmálamaður (f. 1784).
- 1871 - Charles Babbage, enskur stærðfræðingur (f. 1791).
- 1911 - Alfred Binet, franskur sálfræðingur (f. 1857).
- 1931 - Thomas Alva Edison, bandarískur uppfinningamaður (f. 1847).
- 1954 - Einar Jónsson, íslenskur myndhöggvari (f. 1874).
- 1955 - Jose Ortega y Gasset, spænskur heimspekingur (f. 1883).
- 1980 - Pétur Hoffmann Salómonsson, íslenskur sjómaður (f. 1897).
- 2013 - Tom Foley, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1929).
- 2018 - Lisbeth Palme, sænskur sálfræðingur (f. 1931).
- 2018 - Danny Leiner, bandarískur leikari (f. 1961).
- 2021 - Colin Powell, bandarískur hershöfðingi og stjórnmálamaður (f. 1937).