1752
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1752 (MDCCLII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Janúar - Innréttingarnar, sem stofnaðar höfðu verið sumarið áður, fengu stórfelldan fjárstuðning og sérleyfi konungs til framkvæmda.
- 8. maí - J.C. Pingel amtmanni vikið úr embætti vegna skulda. Magnús Gíslason var skipaður í hans stað.
- Innréttingarnar keyptu Reykjavík af konungi.
- Innréttingarnar keyptu tvö skip, Friðriksósk og Friðriksvon, sem siglt var til Íslands um sumarið.
- Bygging Viðeyjarstofu hófst.
- 8 manns fórust í snjóflóði við Skarð í Skagafirði.
- Suðurlandsskjálfti varð.
Fædd
- 24. maí - Jón Sveinsson, landlæknir (d. 1803).
- 8. október - Grímur Jónsson Thorkelín, sagnfræðingur og leyndarskjalavörður (d. 1829).
- Þorsteinn Hallgrímsson, prestur í Stærra-Árskógi (d. 1792).
Dáin
- 28. október - Halldór Brynjólfsson, biskup á Hólum (f. 1692).
- 20. nóvember - Sigurður Vigfússon Íslandströll (f. 1691).
- Guðrún Einarsdóttir, kona Jóns Árnasonar biskups í Skálholti (f. 1665).
Opinberar aftökur
- Tveir ónafngreindir menn, bræður, hengdir fyrir stórþjófnað, í Rangárvallasýslu.[1]
- 17. júlí: Jón Jónsson undan Jökli hálshogginn eftir að vera „sá fyrsti, sem upp í nokkur hundruð ár hefur verið klipinn með glóandi töngum“, fyrir þá sök að hafa myrt Guðríði, átta ára gamla dóttur sína. Þá var af honum skorin hægri höndin fyrir aftökuna, samkvæmt dómi Alþingis, og, eftir aftökuna, höfuð hans sett á stjaka.[1]
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Bretar tóku upp gregoríska tímatalið en breytingin gekk þó ekki í gildi fyrr en í september.
- 11. febrúar - Fyrsta sjúkrahús Bandaríkjanna, Pennsylvania Hospital, tók til starfa. Þar var fyrsta læknismeðferð geðsjúkra í heiminum.
- 23. febrúar - Franski stjörnufræðingurinn Nicolas-Louis de Lacaille uppgötvaði stjörnumerkið Dæluna.
- 23. mars - The Halifax Gazette, fyrsta dagblað Kanada, var fyrst gefið út.
- 3. júní - 18.000 hús brunnu í eldsvoða í Moskvu, tveir þriðju hlutar borgarinnar.
- 15. júní - Benjamín Franklín sannaði að eldingar voru rafmagn með því að senda upp flugdreka í þrumuveðri. Tilrauninni var lýst í dagblaði 4 mánuðum seinna.
- 2. september - Tímatalsbreytingin gekk í gildi í Bretlandi og næsti dagur var 14. september.
- 22. nóvember - Breskir nýlendubúar í Nova Scotia skrifuðu undir friðarsamninga við Mi'kmaq-frumbyggja svæðisins.
Fædd
- 18. september - Adrien-Marie Legendre, franskur stærðfræðingur (d. 1833).
Dáin
- 16. júní - Joseph Butler, enskur biskup, guðfræðingur og heimspekingur (f. 1692).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.