17. desember
Útlit
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2025 Allir dagar |
17. desember er 351. dagur ársins (352. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 14 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 283 - Gajus varð páfi.
- 384 - Siricius tók við af Damasusi 1. sem páfi.
- 1263 - Magnús lagabætir tók við konungdómi í Noregi eftir lát Hákonar gamla.
- 1538 - Páll 3. páfi bannfærði Hinrik 8. Englandskonung.
- 1586 - Yōzei annar varð Japanskeisari.
- 1819 - Ríkið Stóra-Kólumbía í norðvesturhluta Suður-Ameríku var stofnað.
- 1875 - Fyrsta löggjöf um ljósmæður gekk í gildi á Íslandi.
- 1903 - Orville Wright flaug það sem almennt er talið fyrsta raunverulega flugið með flugvél.
- 1961 - Indland réðist inn í Góa.
- 1970 - Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson kom til landsins.
- 1975 - Heimsminjaskrá UNESCO tók gildi þegar 20 ríki höfðu undirritað hana.
- 1983 - Íslenska kvikmyndin Skilaboð til Söndru var frumsýnd.
- 1983 - 83 létust í eldsvoða á skemmtistað í Madríd á Spáni.
- 1983 - Bílasprengja IRA sprakk utan við Harrods í London með þeim afleiðingum að 6 létust og 80 særðust.
- 1985 - Opnuð var brú á Bústaðavegi í Reykjavík, yfir Kringlumýrarbraut, 72 m á lengd og 26 m breið.
- 1987 - Gustáv Husák sagði af sér sem aðalritari tékkneska kommúnistaflokksins.
- 1989 - Fyrstu frjálsu kosningarnar voru haldnar í Brasilíu eftir 25 ára einræði.
- 1989 - Byltingin í Rúmeníu hófst með því að mótmælendur réðust inn í höfuðstöðvar rúmenska kommúnistaflokksins í Timișoara.
- 1989 - Fyrsti heili Simpsonsþátturinn var sendur út. Þetta var jólaþáttur.
- 1996 - Skæruliðahreyfingin Túpac Amaru tók 72 gísla í sendiráði Japana í Líma í Perú.
- 1998 - Jarðskjálftar fundust við Grímsvötn.
- 2002 - Íslenska flugfélagið Iceland Express fékk ferðaskrifstofuleyfi.
- 2006 - Fjallað var um hneyksli í tengslum við meðferðarheimilið Byrgið í fréttaskýringaþættinum Kompás á Stöð 2.
- 2010 - Mohamed Bouazizi, götusali frá Túnis, kveikti í sér til að mótmæla harðræði lögreglu. Þetta atvik varð til þess að Arabíska vorið hófst.
- 2011 - Fellibylur gekk yfir Filippseyjar.
- 2011 - Kim Jong-un tók við völdum í Norður-Kóreu.
- 2013 - Spænski hægriflokkurinn Vox var stofnaður.
- 2014 - Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Raúl Castro forseti Kúbu tilkynntu að ríkin hygðust taka upp stjórnmálasamband á ný eftir 52 ára fjandskap.
- 2018 - Louisa Vesterager og Maren Ueland voru myrtar af íslömskum öfgamönnum í Marokkó.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1619 - Róbert Rínarfursti, hershöfðingi í Ensku borgarastyrjöldinni og sjóræningi (d. 1682).
- 1706 - Émilie du Châtelet, franskur stærðfræðingur og eðlisfræðingur (d. 1749).
- 1770 - Ludwig van Beethoven, tónskáld (d. 1827).
- 1825 - Hermanníus E. Johnson, íslenskur lögfræðingur (d. 1894).
- 1859 - Þorgrímur Þórðarson, íslenskur læknir (d. 1933).
- 1874 - William Lyon Mackenzie King, forsætisráðherra Kanada (d. 1950).
- 1905 - Jan Valtin, þýskur rithöfundur (d. 1951).
- 1936 - Frans páfi.
- 1956 - Peter John Farrelly, bandarískur kvikmyndagerðarmaður.
- 1963 - Jón Kalman Stefánsson, íslenskur rithöfundur.
- 1967 - Gigi D'Agostino, ítalskur plötusnúður.
- 1971 - Claire Forlani, ensk leikkona.
- 1975 - Milla Jovovich, úkraínsk fyrirsæta og leikkona.
- 1987 - Chelsea Manning, bandarískur uppljóstrari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 942 - Vilhjálmur 1. af Normandí, hertogi af Normandí (f. 893).
- 1187 - Gregoríus 8. páfi.
- 1273 - Jalal al-Din Muhammad Rumi, persneskt skáld og súfískur spekingur (f. 1207).
- 1663 - Nzinga Mbandi, drottning konungsríkjanna Ndongo og Matamba
- 1830 - Simón Bolívar, frelsishetja Bólivíu (f. 1783).
- 1847 - Marie-Louise af Austurríki, keisaraynja Frakklands (f. 1791).
- 1857 - Francis Beaufort, breskur aðmíráll og náttúruvísindamaður (f. 1774).
- 1904 - Páll Briem, íslenskur amtmaður (f. 1856).
- 1907 - William Thomson, breskur stærð- og eðlisfræðingur (f. 1824).
- 1909 - Leópold 2. Belgíukonungur (f. 1865).
- 1917 - Elizabeth Garrett Anderson, enskur læknir (f. 1836).
- 1934 - Brynjólfur H. Bjarnason, íslenskur kaupmaður (f. 1865).
- 1947 - Johannes Nicolaus Brønsted, danskur efnafræðingur (f. 1879).
- 1954 - Páll Einarsson, íslenskur borgarstjóri (f. 1868).
- 1967 - Harold Holt, ástralskur stjórnmálamaður (f. 1908).
- 2011 - Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu (f. 1941).
- 2013 - Conny van Rietschoten, hollenskur siglingamaður (f. 1926).
- 2018 - Valgarður Egilsson, íslenskur læknir (f. 1940).
Hátíðis- og tyllidagar
[breyta | breyta frumkóða]- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Askasleikir til byggða þennan dag.