1683
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1683 (MDCLXXXIII í rómverskum tölum) var 83. ár 17. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en mánudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 15. apríl - Kristján 5., konungur Danmerkur, skrifaði undir Dönsku lögbókina.
- 12. júní - Upp komst um Rúghússamsærið um að myrða Karl 2. Englandskonung.
- 14. júlí - Tyrkir setjast um Vínarborg.
- 16.-17. júlí - Orrustan um Penghu þar sem her Kingveldisins undir stjórn Shi Lang tókst að leggja konungsríkið Tungning á Taívan undir sig.
- 12. september - Orrustan um Vínarborg: Sameinuðum her Pólverja, Þjóðverja og Austurríkismanna tókst að aflétta umsátrinu.
- 12. október - Á Hvalfjarðarströnd fannst böðullinn Sigurður Snorrason látinn í læk og var bóndinn Jón Hreggviðsson skömmu síðar dæmdur fyrir að hafa myrt hann.
- Desember - Áin Thames fraus þannig að hægt var að halda frostmarkað.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Galdramál: Síðasta eiginlega galdrabrennan fer fram þegar Sveinn Árnason er um haustið brenndur í Arngerðareyrarskógi á Langadalsströnd.
- Íslenska orðabókin Lexicon Islandicum kom út í Kaupmannahöfn í útgáfu Resens.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 3. apríl - Mark Catesby, enskur náttúrufræðingur (d. 1749).
- 11. september - Farrukhsiyar, Mógúlkeisari (d. 1719).
- 25. september - Jean-Philippe Rameau, franskt tónskáld (d. 1764).
- 10. nóvember - Georg 2. Englandskonungur (d. 1760).
- 19. desember - Filippus 5. Spánarkonungur (d. 1746]).
Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]- Þorleifur Halldórsson, íslenskur rithöfundur (d. 1713).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 6. mars - Guarino Guarini, ítalskur arkitekt (f. 1624).
- 16. mars - Henrik Bjelke, norskur flotaforingi (f. 1615).
- 19. mars - Thomas Killigrew, enskt leikskáld (f. 1612).
- 6. september - Jean-Baptiste Colbert, franskur stjórnmálamaður (f. 1619).
- 12. september - Afonso 4. konungur Portúgals (f. 1643).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Sveinn Árnason tekinn af lífi með brennu, á Nauteyri, Norður-Ísafjarðarsýslu. Dóminn kvað upp sýslumaður, Magnús Jónsson prúði. Er þetta almennt talin síðasta galdrabrenna brennualdar á Íslandi.
- Jón Vernharðsson (eða Bernharðsson) og Þuríður Þorláksdóttir tekin af lífi á Þingskálaþingi Rangárvallasýslu, fyrir dulsmál. Hann hálshogginn, henni drekkt.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Upplýsingar um framangreindar aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, ekki síst í skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.