1216
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1216 (MCCXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Páll, sonur Sæmundar Jónssonar í Odda, drukknaði í Noregi. Sæmundur kenndi Björgvinjarkaupmönnum um og varð ævareiður.
- Magnús Gissurarson kjörinn biskup í Skálholti.
Fædd
- Klængur Björnsson, stjúpsonur Snorra Sturlusonar.
Dáin
- Þorfinnur Þorgeirsson ábóti í Helgafellsklaustri.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Maí - Loðvík prins af Frakklandi (seinna Loðvík 8.) réðist inn í England og barðist með enskum aðalsmönnum gegn Jóhanni landlausa. Hann réði um tíma svo stórum hluta landsins að sumir telja að hann eigi að vera með í ensku kóngaröðinni.
- 24. júlí - Honóríus III var kjörinn páfi.
- 19. október - Hinrik 3. varð Englandskonungur, níu ára að aldri.
- Páfi viðurkennir formlega reglu Dóminíkana.
Fædd
- Eiríkur plógpeningur Danakonungur (d. 1250).
- Eiríkur hinn smámælti og halti, Svíakonungur (d. [1250])
Dáin
- 10. apríl - Eiríkur Knútsson Svíakonungur.
- 16. júlí - Innósentíus III páfi.
- 18. október - Jóhann landlausi Englandskonungur (f. 1166).