Fara í innihald

Æðsti leiðtogi Kína

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Xi Jinping, æðsti leiðtogi Kína frá árinu 2012, flytur ávarp í Wuhan.

Æðsti leiðtogi (kínverska: 最高领导人; pinyin: Zuìgāo Lǐngdǎorén) kínverska kommúnistaflokksins, ríkisstjórnar Alþýðulýðveldisins Kína og Frelsishers alþýðunnar er óformlegur titill sem vísar til valdamesta stjórnmálaleiðtogans í Kína.[1] Þeir sem bera þennan titil eru yfirleitt aðalritarar Kommúnistaflokksins og formenn hernaðarnefndar flokksins.[2] Titillinn er hins vegar hvorki formleg staða né sérstakt opinbert embætti. Hugtakið „æðsti leiðtogi“ náði útbreiðslu á valdatíð Deng Xiaopings, sem varð óumdeilanlega valdamesti leiðtogi Kínverja þrátt fyrir að vera formlega hvorki þjóðhöfðingi, ríkisstjórnarleiðtogi né flokksleiðtogi.[3] Æðsti leiðtogi Kína er talinn ein valdamesta stjórnmálastaða á heimsvísu.[4][5][6]

Hugtakið æðsti leiðtogi hefur sjaldnar verið notað um eftirmenn Dengs, Jiang Zemin, Hu Jintao og Xi Jinping, sem gegndu allir formlega embættum flokksleiðtoga, forseta og formanns hernaðarnefndarinnar. Jiang, Hu og Xi eru því yfirleitt kallaðir forsetar á alþjóðasenunni líkt og leiðtogar flestra annarra lýðvelda. Eftirmenn Dengs njóta valda sinna hins vegar í krafti embættis aðalritara Kommúnistaflokksins, sem er æðsta opinbera embættið innan kínverska stjórnmálakerfisins.[7][8][9] Samkvæmt stjórnarskrá Alþýðulýðveldisins er forsetaembættið aðallega táknrænt embætti án mikilla pólitískra valda. Það embætti er því sambærilegt við forseta Þýskalands eða forseta Íslands, sem fer að nafninu til með framkvæmdavald sem er þó í reynd í höndum ráðherra.[10]

Núverandi æðsti leiðtogi Kína, Xi Jinping, er talinn hafa tekið við stöðunni í nóvember 2012, þegar hann varð aðalritari Kommúnistaflokksins, fremur en í mars 2013, þegar hann tók við af Hu Jintao sem forseti.[11] Embætti aðalritara fer með völd yfir kínverska þinginu, ríkisráðinu, ráðgjafarráðstefnunni og hæstaréttinum.

Listi yfir æðstu leiðtoga Kína

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Maó Zedong (1949–1976)
  2. Hua Guofeng (1976–1978)
  3. Deng Xiaoping (1978–1989)
  4. Jiang Zemin (1989–2002)
  5. Hu Jintao (2002–2012)
  6. Xi Jinping (síðan 2012)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. "How China is ruled" Geymt 16 janúar 2007 í Wayback Machine.
  2. Li, Nan (26. febrúar 2018). „Party Congress Reshuffle Strengthens Xi's Hold on Central Military Commission“. The Jamestown Foundation. Sótt 27. maí 2020. „Xi Jinping has introduced major institutional changes to strengthen his control of the PLA in his roles as Party leader and chair of the Central Military Commission (CMC)...“
  3. Zhiyue Bo, ritstjóri (2007). China's Elite Politics: Political Transition And Power Balancing. World Scientific Publishing Company. bls. 7. ISBN 9789814476966.
  4. McGregor, Richard (21. ágúst 2022). „Xi Jinping's Radical Secrecy“. The Atlantic (enska). Sótt 12. september 2022.
  5. Sheridan, Michael. „How Xi Jinping became the world's most powerful man“ (enska). ISSN 0140-0460. Sótt 12. september 2022.
  6. O'Connor, Tom (3. febrúar 2022). „Xi and Putin, two of world's most powerful men, to meet in China, US absent“. Newsweek (enska). Sótt 12. september 2022.
  7. Chris Buckley and Adam Wu (10. mars 2018). „Ending Term Limits for China's Xi Is a Big Deal. Here's Why“. The New York Times. Afrit af uppruna á 12. mars 2018. Sótt 12. mars 2018..
  8. „Xi's here to stay: China leader tipped to outstay term“. Business Insider. 9. ágúst 2016. Sótt 23. september 2017.
  9. O'Keeffe and, Kate; Ferek, Katy Stech (14. nóvember 2019). „Stop Calling China's Xi Jinping 'President,' U.S. Panel Says“. The Wall Street Journal. Afrit af uppruna á 15. nóvember 2019. Sótt 16. nóvember 2019..
  10. "Krishna Kanta Handique State Open University" Geymt 2 maí 2014 í Wayback Machine. "Executive: The President of the Chinese Republic".
  11. „A simple guide to the Chinese government“. South China Morning Post. Afrit af uppruna á 13. maí 2018. Sótt 12. maí 2018.