Fara í innihald

Ruth Barcan Marcus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki
Heimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Ruth Barcan Marcus
Nafn: Ruth Barcan Marcus
Fædd: 2. ágúst 1921
Látin: 19. febrúar 2012 (90 ára)
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk: „A Functional Calculus of First Order Based on Strict Implication“ (1946), „The Deduction Theorem in a Functional Calculus of First Order Based on Strict Implication“ (1946), „The Identity of Individuals in a Strict Functional Calculus of Second Order“ (1947)
Helstu viðfangsefni: málspeki, rökfræði, siðfræði
Markverðar hugmyndir: bein tilvísun

Ruth Barcan Marcus (fædd 2. ágúst 1921 í Bronx í New York-borg, dáin 19. febrúar 2012) var bandarískur heimspekingur og rökfræðingur, sem Barcan-formúlan er kennd við. Hún var frumkvöðull í háttarökfræði og málspeki. Hún ritaði einnig áhrifamiklar greinar um eðlishyggju, skoðanir og siðferðilegan ágreining.

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Marcus hlaut B.A.-gráðu í heimspeki frá New York University árið 1941. Þaðan hélt hún til Yale-háskóla í framhaldsnám og hlaut M.A.-gráðu þaðan árið 1942 og doktorsgráðu árið 1946.

Marcus gegndi stöðu prófessors og deildarforseta við heimspekideild Illinois-háskóla í Chicago á árunum 1962 – 1970. Hún var prófessor í heimspeki við Northwestern-háskóla 1970 – 1973 og Halleck-prófessor í heimspeki við Yale-háskóla 1973 – 1991. Frá 1992 var hún prófessor emerita og sérfræðingur við Yale-háskóla. Hún var einnig reglulegur gistiprófessor í heimspeki við Kaliforníuháskóla í Irvine.

Marcus sat í framkvæmdarnefnd Samtaka bandarískra heimspekinga (1976 – 83), var forseti samtakanna Association for Symbolic Logic (1983 – 86) og forseti og heiðursforseti Alþjóðlegu heimspekistofnunarinnar (1989 – 92).

Helstu ritverk

[breyta | breyta frumkóða]
  • Modalities: Philosophical Essays, (Oxford University Press, 1993).
  • The Logical Enterprise, ásamt A. Anderson og R. Martin (1995)
  • Logic, Methodology and Philosophy of Science (1986)
  Þetta æviágrip sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.