Fara í innihald

Egill Holmboe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 5. júní 2024 kl. 17:42 eftir Steinninn (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. júní 2024 kl. 17:42 eftir Steinninn (spjall | framlög) (fjarlægði Flokkur:Íslendingar með HotCat)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Egill Holmboe (24. apríl 18964. ágúst 1986) var Norðmaður (Egil Holmboe) en tók upp nafnið Egill Fálkason þegar hann hlaut íslenskan ríkisborgararétt.

Holmboe var í norsku utanríkisþjónustunni fyrir síðari heimsstyrjöld og var þá meðal annars vararæðismaður Norðmanna í Reykjavík en hélt aftur til Noregs 1939. Holmboe var félagi í norska nasistaflokknum og á hernámsárunum í Noregi var Holmboe skrifstofustjóri í innanríkismálaráðuneyti Quislings. Hann var meðal annars túlkur Adolfs Hitlers þegar Knut Hamsun heimsótti hann í Berghof í Austurríki 1943. Leifur Muller, sem var handtekinn þegar hann hafði áformað að flýja frá Noregi til Svíþjóðar og sendur í fangabúðir í Þýskalandi, grunaði Holmboe um að hafa svikið sig í hendur Þjóðverja, en hann hafði verið heimilisvinur Müller-fjölskyldunnar þegar hann bjó á Íslandi.[1]

Holmboe var dæmdur til nokkurra ára fangelsisvistar í Noregi eftir stríð. Árið 1953 flutti hann til Íslands og fékk íslenskan ríkisborgararétt 1955. Síðari kona hans var íslensk, Sigríður dóttir Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar. Hann starfaði lengst af hjá bandaríska hernum á Keflavíkurvelli.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Skúli Sæland. „Hvað getur þú sagt mér um Leif Müller?“. Vísindavefurinn 8.10.2008. (Skoðað 28.12.2011)

Innri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi æviágripsgrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.