12. nóvember
Útlit
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2025 Allir dagar |
12. nóvember er 316. dagur ársins (317. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 49 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1906 - Blaðamannaávarpið var sett fram af ritstjórum sex helstu dagblaða á Íslandi.
- 1927 - Lev Trotskíj er rekinn úr sovéska kommúnistaflokknum.
- 1944 - Þúsund fórust þegar þýska skipið Tirpitz sökk utan við Tromsø í Noregi.
- 1965 - Hvassaleitisskóli var settur í fyrsta skipti.
- 1967 - Flatey á Skjálfanda fór í eyði er síðustu 10 íbúarnir fluttust þaðan. Þar höfðu 100 manns búið fáum árum áður.
- 1970 - Hvirfilbylurinn Bhola drap hálfa milljón manna í Bangladess.
- 1980 - Geimkönnunarfarið Voyager 1 komst næst Satúrnusi.
- 1981 - Kirkjuþing ensku biskupakirkjunnar samþykkti að heimila vígslu kvenna.
- 1981 - Geimskutlan Columbia fór á loft í annað sinn og var þar með fyrsta geimfarið sem var endurnýtt.
- 1982 - Júríj Andropov varð aðalritari sovéska kommúnistaflokksins eftir lát Leoníds Bresnjev.
- 1986 - Hljómplata John Farnham Whispering Jack kom út og varð mest selda hljómplata Ástralíu.
- 1987 - Metsöluplata Bjartmars Guðlaugssonar, Í fylgd með fullorðnum, kom út.
- 1987 - Fyrsti Kentucky Fried Chicken-staðurinn var opnaður í Beijing í Kína.
- 1989 - Fyrstu forsetakosningarnar frá 1960 voru haldnar í Brasilíu.
- 1990 - Akihito var krýndur Japanskeisari.
- 1990 - Tim Berners-Lee gaf út formlega tillögu að Veraldarvefnum.
- 1990 - Upp komst að poppdúettinn Milli Vanilli hefðu ekki sungið lögin á nýjustu plötu sinni sjálfir.
- 1991 - Íslenska stálfélagið hf var tekið til gjaldþrotaskipta.
- 1993 - Lundúnasamningur um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það gerði losun kjarnorkuúrgangs í sjó ólöglega.
- 1994 - Guðmundur Árni Stefánsson baðst lausnar sem félagsmálaráðherra og tók Rannveig Guðmundsdóttir við embættinu.
- 1996 - Tvær farþegaþotur frá Saudi Arabian Airlines og Kazakhstan Airlines rákust á yfir Nýju Delí á Indlandi með þeim afleiðingum að 349 létust.
- 1997 - Ramzi Yousef var dæmdur fyrir að hafa skipulagt sprengjutilræðið í World Trade Center 1993.
- 1999 - Jarðskjálftinn í Düzce í Tyrklandi olli dauða 845 manns.
- 2001 - 260 létust þegar American Airlines flug 587 hrapaði í Queens í New York.
- 2001 - Stríðið í Afganistan: Her Talíbana hörfaði frá Kabúl.
- 2001 - Ein af elstu kirkjum Svíþjóðar, gamla kirkjan í Södra Råda, brann.
- 2003 - 26 létust í sjálfsmorðssprengjuárás á bækistöðvar ítölsku herlögreglunnar í Nassiriya í Írak.
- 2007 - The Hope, fjórða breiðskífa íslensku rokksveitarinnar Sign, kom út.
- 2008 - Ljósmyndir náðust af fjarreikistjörnum í fyrsta sinn.
- 2010 - Asíuleikarnir hófust í Guangzhou í Kína.
- 2011 - Silvio Berlusconi sagði af sér embætti forsætisráðherra Ítalíu.
- 2014 - Evrópska geimferðastofnunin losaði lendingarfarið „Philae“ frá geimfarinu Rosetta og lenti því á halastjörnunni 67P/Tjurjumov-Gerasienko. Þetta var í fyrsta sinn sem geimfar lenti á halastjörnu.
- 2015 - 43 létust og 239 slösuðust í röð sjálfsmorðssprengjuárása í Beirút í Líbanon. Íslamska ríkið lýsti ábyrgð á hendur sér.
- 2016 - 50 létust í sprengingu í hofi Shah Noorani í suðurhluta Pakistan. Íslamska ríkið lýsti ábyrgð á hendur sér.
- 2017 - Jarðskjálfti sem mældist 7,3 stig reið yfir á landamærum Írans og Íraks. Yfir 500 létust og 70.000 misstu heimili sín.
- 2019 – WikiLeaks birti Samherjaskjölin (e. Fishrot Files) sem fjölluðu um meintar mútugreiðslur sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja til namibískra stjórnvalda í skiptum fyrir veiðileyfi við strendur Namibíu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1493 - Bartolommeo Bandinelli, ítalskur myndhöggvari (d. 1560).
- 1615 - Richard Baxter, enskur kirkjuleiðtogi (d. 1691).
- 1815 - Elizabeth Cady Stanton, bandarísk kvenréttindakona (d. 1902).
- 1817 - Bahá'u'lláh, persneskur trúarleiðtogi (d. 1892).
- 1840 - Auguste Rodin, franskur myndhöggvari (d. 1917).
- 1857 - Halldór Jónsson, bæjarfulltrúi í Reykjavík (d. 1914).
- 1866 - Sun Yat-sen, kínverskur byltingarmaður (d. 1925).
- 1891 - Elínborg Lárusdóttir, íslenskur rithöfundur (d. 1973).
- 1929 - Michael Ende, þýskur rithöfundur (d. 1995).
- 1929 - Grace Kelly, bandarísk leikkona og furstafrú í Mónakó (d. 1982).
- 1948 - Hassan Rouhani, forseti Írans.
- 1964 - Alex Carter, kanadískur leikari.
- 1968 - Kathleen Hanna, bandarísk tónlistarkona.
- 1971 - Þorsteinn Davíðsson, íslenskur lögfræðingur.
- 1975 - Jason Lezak, bandarískur sundmaður.
- 1977 - Benni McCarthy, suðurafrískur knattspyrnumaður.
- 1979 - Cote de Pablo, sílesk leikkona.
- 1980 - Ryan Gosling, kanadískur leikari.
- 1982 - Anne Hathaway, bandarísk leikkona.
- 1990 - Andri Rúnar Bjarnason, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 607 - Bonifasíus 3. páfi.
- 657 - Heilagur Livínus, írskur trúboði.
- 1035 - Knútur mikli, Englandskonungur (f. 995).
- 1139 - Magnús blindi, Noregskonungur (f. um 1115).
- 1202 - Knútur 6., Danakonungur (f. 1162).
- 1434 - Loðvík 3., konungur Napólí (f. 1403).
- 1641 - Filippus Lúðvík 3. af Hanau-Münzenberg, þýskur greifi (f. 1632).
- 1667 - Hans Nansen, danskur stjórnmálamaður (f. 1598).
- 1671 - Thomas Fairfax, enskur herforingi (f. 1612).
- 1929 - Bogi Th. Melsteð, íslenskur sagnfræðingur (f. 1860).
- 1964 - Rickard Sandler, sænskur stjórnmálamaður (f. 1884).
- 1969 - José Piendibene, úrúgvæskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. 1890).
- 1974 - Þórbergur Þórðarson, íslenskur rithöfundur (f. 1888).
- 1989 - Dolores Ibárruri, spænskur stjórnmálamaður, aðgerðasinni og blaðamaður (f. 1895).
- 2018 - Stan Lee, bandarískur myndasöguhöfundur (f. 1922).