Fara í innihald

Framboðsflokkurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 20. maí 2013 kl. 00:22 eftir Snævar (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. maí 2013 kl. 00:22 eftir Snævar (spjall | framlög)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Framboðsflokkurinn (eða O-listinn) var stjórnmálaflokkur (grínflokkur) sem bauð sig fram fyrir Alþingiskosningarnar 1971. Flokkurinn var aðallega skipaður ungu fólki um tvítugt. Mest bar á námsfólki og hljómlistarfólki, hinum „órólega æskulýð nútímans“ eins og það var orðað í Morgunblaðinu.[1] Þetta var fólk sem vildi eitthvað nýtt og var orðið hundleitt á gömlu flokkunum. Framboðsflokkurinn fékk 3% atkvæða í kosningunum 1971 en engan mann kjörinn.

Stefna flokksins

[breyta | breyta frumkóða]

Markmið flokksins var að efla stjórnmálalega einingu með þvi að hnoða saman öllum hugsjónum og stjórnmálastefnum landsmanna innan ramma eins flokks og stuðla að fegurra mannlífi undir einkunnarorðunum: mannhelgi, skinhelgi, landhelgi. Flokkurinn hugðist nálgast markmið sitt með stóraukinni notkun merkingarsnauðrar skrúðmælgi og taka þátt í öllum opinberum kosningum á Íslandi. Flokkurinn ætlaði auk þess að gefa öllum Íslendingum, sem þess æsktu, tækifæri til að skipa sæti á framboðslista því að þannig væri vöxtur og viðgangur lýðræðisins best tryggður.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.