Svaneðlur (fræðiheiti Plesiosauria) voru stór, höfuðsmátt sjávarskriðdýr með fjögur bægsli. Steingervingasafnarinn Mary Anning (1799–1847) fann fyrsta steingerving svaneðlu. Árið 1982 fannst mjög stór svaneðla í fylkinu Nuevo León í Mexíkó, um 15 m að lengd. Árið 2004 fann sjómaður í Somerset í Bretlandi unga svaneðlu.

Svaneðla
Svaneðlusteingervingur á safni í Stuttgart
Teikning af svaneðlu upp á landi eftir Heinrich Harder sem lýsir hvernig menn fyrr á tímum ímynduðu sér svaneðlur. Ekki er talið að svaneðlur hafi getað hreyft sig á landi.

Sú kenning hefur verið sett fram að minni svaneðlur hafi skriðið upp á ströndina til að verpa eggjum en nú er talið að svaneðlur hafi átt lifandi unga. [1] Steingervingar svaneðla benda til þess að þær hafi gengið með og fætt einn unga og hafa sennilega annast afkvæmin eins og nútíma hvalir.[2]

Hin fjögur bægsli eða sundhreifar eru ólíkir nútímadýrum (sæskjaldbökur nútímans synda eingöngu með framhreifum) og eru getgátur um hvernig sundtækni svaneðla var háttað.

Tilvísanir

breyta
  1. O'Keefe, F.R. and Chiappe, L.M. (2011): „Viviparity and K-Selected Life History in a Mesozoic Marine Plesiosaur (Reptilia, Sauropterygia)“. Science, 333 (6044): 870-873
  2. „Pregnant Fossil Suggests Ancient 'Sea Monsters' Birthed Live Young“

Tenglar

breyta