Samsara (komið úr palí og sanskrít संसार|संसार) er hringferli endurholdgunar kallað í hindúisma, búddisma, jaínisma og meðal síka. Sá sem er fastur í hringferli endurholdgunar er nefndur samsari.

Orðið samsara þýðir að fljóta eða streyma fram en er oftast þýtt sem endurholdgun, endurfæðing. Hugtakið lýsir þeim skilningi á tilverunni að allt lifandi fæðist, deyi og fæðist að nýju. Í trúarbrögðum af indverskum uppruna er mikilvægt að reyna að losna út úr þessari hringrás endurholdgunar og er það nefnt moksha í hindúisma og nirvana/nibbana í búddisma. Eins og alheimurinn hefur þetta hringferli hvorki uppruna né endi og er óendanlegt.

Hindúar trúa því að eftir andlátið endurholdist andinn (atman) sem ný lífvera. Atman deyr ekki heldur lifir áfram í endalausri hringrás endurholdunar.

Búddistar trúa ekki á tilveru einstaklingsbundnar sálar, þeir trúa að ópersónubundin meðvitund sé kjarni lífs og það sé þessi meðvitund sem endurholdgist í nýju formi. Það er að segja að einstaklingurinn sem slíkur endurholdgast ekki. Bodhisattva-kenningin innan mahayana-búddisma eru þó undantekning frá þessari hugmynd.

Heimildir

breyta
  • Coogan, Michael D. (ritstj.), The Illustrated Guide to World Religions (Oxford: Oxford University Press, 2003). ISBN 1-84483-125-6.