José Mujica
José Alberto Mujica Cordano (f. 20. maí, 1935 í Montevídeó) var forseti Úrúgvæ frá 2010 til 2015. Sem forseti var Mujica oft kallaður „nægjusamasti þjóðarleiðtogi í heimi“ því hann gaf mestöll laun sín til góðgerðamála og lifði á mjög fábrotinn hátt. Hann bjó á bóndabæ í stað þess að setjast að í forsetabústaðnum og ók um á gamalli Volkswagen-bjöllu í stað forsetabílsins.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist José Mujica.
Fyrirrennari: Tabaré Vázquez |
|
Eftirmaður: Tabaré Vázquez |