Harpan (stjörnumerki)
Harpan (gríska: λύρα lyra) er lítið stjörnumerki sem sést hátt á norðurhimninum í tempraða beltinu og lægra eftir því sem nær dregur miðbaug. Harpan er eitt af 48 stjörnumerkjum sem Kládíos Ptólemajos lýsti á 2. öld.
Bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu er Blástjarnan (Vega). Sjelíak (Beta Lyrae) er tvístirni og hörpustjarna (tegundin dregur heiti sitt af henni) þar sem stjörnurnar tvær eru svo nálægt hver annarri að efni gengur á milli þeirra.