Blondi
Blondi (1941 – 30. apríl 1945) var hundur Adolfs Hitler. Blondi var þýskur fjárhundur, sem voru dálætis hundar Hitlers og var gefin honum sem gjöf af Martin Bormann árið 1941.
Samkvæmt vitnum var Hitler afar hrifinn af Blondi og leyfði henni að sofa inn í svefnherberginu sínu eða hreinlega uppi í rúmi sínu.
Blondi dó þegar læknir Hitlers gaf henni blásýru í matinn en Hitler grunaði Himmler (sem gaf honum blásýruna í gjöf) um græsku og vildi sjá hvort blásýran virkaði. Blásýran virkaði og Blondi dó og Hitler varð, samkvæmt vitnum, afar sorgmæddur og grét yfir Blondi því það var uppáhalds hundurinn hans.
Blondi í nasistaáróðri
breytaHitler notaði Blondi mikið í áróðri til að sýna að hann væri dýravinur og þætti vænt um dýr. Fræg voru spjöld og plaköt í Þýskalandi með Hitler og hundinum sínum þar sem undir stóð „Hitler und Blondi, der Nazihund“" sem útlegst á íslensku „Hitler og nasistahundurinn Blondi“