1898
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1898 (MDCCCXCVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 10. október - Miðbæjarskólinn var vígður.
- Kaupfélag Steingrímsfjarðar var stofnað.
- Spítalastarfsemi var lögð niður í húsinu Gudmannsminde á Akureyri.
Fædd
- 24. júlí - Kjartan Þorvarðsson, íslenskur knattspyrnumaður og íþróttaforkólfur (d. 1936).
- 29. september - Jón Axel Pétursson, sjómaður og bæjarfulltrúi (d. 1990).
Dáin
Erlendis
breyta- 1. janúar - New York-borg innlimar nálæg sveitarfélög og verður borgin að annarri stærstu borg heims. Hún skiptist í fimm hverfi: Manhattan, Brooklyn, Queens, The Bronx og Staten Island.
- 21. apríl - Stríð Spánar og Bandaríkjanna hefst.
- 8. maí - Ítalska A-deildin í knattspyrnu hefst.
- 9. júní - Bresk stjórnvöld leigja Hong Kong í 99 ár frá Kína.
- 13. júní - Filippseyjar lýsa yfir sjálfstæði eftir 333 ár undir Spánverjum.
- 10. september - Elísabet Austurríkiskeisaraynja er stungin til bana af ítölskum stjórnleysingja.
- 10. desember - Bandaríkin og Spánn skrifa undir friðarsamning: Parísarsáttmálinn 1898.
Fædd
- 26. apríl - Vicente Aleixandre, spænskt ljóðskáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1984).
- 3. maí - Golda Meir, fyrrum forsætisráðherra Ísraels (d. 1978).
- 26. nóvember - Héctor Scarone, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1967).
Dáin
- 25. júní - Ferdinand Cohn, þýskur örverufræðingur (f. 1828).
- 10. september - Elísabet af Austurríki (f. 1837).