Túnkempa
Túnkempa (fræðiheiti: Agaricus campestris) er ætisveppur sem er algengt að finna í gömlum túnum. Hann er líka fjöldaframleiddur í svepparækt. Hann er hvítur á lit og reglulegur í lögun með stuttan, breiðan staf. Ungir sveppir eru kúlulaga en hattbarðið réttir sig smám saman upp með aldrinum og verður allt að 10 sm í þvermál. Holdið er hvítt og þétt. Túnkempa er matreidd bæði soðinn, steiktur og hrár.
Agaricus campestris | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Agaricus campestris
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Agaricus campestris L.:Fr. |
Tilvísanir
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist túnkempu.
Wikilífverur eru með efni sem tengist túnkempu.