Strandrauðviður
Útlit
(Endurbeint frá Sequoia sempervirens)
Strandrauðviður | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Strandrauðviður í Bandarískum þjóðgarði
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Sequoia sempervirens (D. Don) Endl. | ||||||||||||||
Náttúruleg útbreiðsla undirættarinnar Sequoioideae
grænt - Sequoia sempervirens
rauttt - Sequoiadendron giganteum |
Strandrauðviður (eða strandrisafura) (fræðiheiti: Sequoia sempervirens) er barrtré af fenjasýprusætt og er hæsta núlifandi trjátegund heims og eina tegund sinnar ættkvíslar. Strandrauðviður vex á litlu svæði með strönd Kyrrahafs í Oregon og Kaliforníu. Í síðarnefnda ríkinu hafa fundist tré sem eru allt að 112 m á hæð og 2000 ára gömul. Þótt gamla íslenska heitið vísi til furu er tréð ekki af furuætt. Orðið rauðviður vísar í (kjarn-)viðinn sem getur verið ljósrauður til dökk brúnrauður. Hann þolir lítið frost og þarf helst raka til að verða stór, hæð trjánna er í beinu hlutfalli við þokutíðni og magn.[2] Vex ágætlega frá Bretlandi til suður Noregs.
]
Skyld tegund er fjallarauðviður
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Farjon, A; Schmid, R (2013). „Sequoia sempervirens“. bls. e.T34051A2841558. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T34051A2841558.en.
{{cite web}}
:|url=
vantar (hjálp) - ↑ „Redwood fog drip“. Bio.net. 2. desember 1998. Sótt 7. ágúst 2012.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Strandrauðviður.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Sequoia sempervirens.