Flug Loftleiða LL 001
Útlit
(Endurbeint frá Leifur Eiríksson (flugvél))
Flug Loftleiða nr. LL 001 var leiguflug Loftleiða sem brotlenti við aðflug að flugvellinum í Colombo í Sri Lanka þann 15. nóvember 1978. Mikið þrumuveður var á svæðinu á þeim tíma og lenti flugvélin í kókospálmaakri um 6 kílómetrum frá flugvellinum. 183 létust en 79 lifðu af og er talið að þetta hafi verið mesta slys sem hafi átt sér stað í íslenskri flugsögu. Stjórnvöld í Sri Lanka gáfu út skýrslu um slysið þar sem stóð að orsökin væri líklega sú að áhöfnin hefði ekki farið eftir réttum aðflugsferlum. Íslensk og bandarísk stjórnvöld voru ekki á sama máli og vildu meina að orsökin hefði legið í biluðum tækjabúnaði á flugvellinum og einnig vegna flugstjórnar.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- (EN) "Report of the Commission of Inquiry appointed by His Excellency the president to inquire into the causes and circumstances in which Loftleider Icelandic Airways aircraft DC-8-63F TF-FLA met with an accident in the vicinity of the Katunayake Airport on 15th November 1978." ( Geymt 9 nóvember 2013 í Wayback Machine) - Posted on the website of the Civil Aviation Authority of Sri Lanka
- Óttar Sveinsson. "ÚTKALL Leifur Eiríksson brotlendir."
- (EN) Pre-crash photos from Airliners.net