Imbrudagar
Imbrudagar eru þriggja daga föstutímabil fjórum sinnum á ári, og eru eins konar inngangur að árstíðunum fjórum. Imbrudagar eru með elstu helgisiðum kristninnar. Dæmi um þessar föstur má finna í Róm frá því snemma á 3. öld. Líkar föstur eru þekktar í gyðingdómi og tengdust í upphafi ársverkum í akuryrkju. Nafnið Imbrudagar virðist fengið úr fornenskri útgáfu af latnesku heiti þessara daga. Snemma voru þessir dagar einnig kallaðir sæludagar eða sæluvikur. Í kaþólskum sið tíðkaðist á þessum dögum að afhenda fátækum ölmusugjafir. Imbrudagar eru á þessum dögum eftir öskudegi, eftir hvítasunnudegi, eftir krossmessu (14. september) og eftir Lúcíumessu (13. desember). Imbrudagar eru þakkar- og bænadagar á tímamótum árstíðanna en einnig iðrunar- og yfirbótardagar.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Trúin og lífið Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine
- Árni Björnsson. Saga daganna: Mál og menning, Reykjavík 1993