Fara í innihald

Sögn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Arfsögn)
Sögn getur líka þýtt sagnorð
Vlad Tepes er dæmi um sögulega persónu sem er viðfangsefni fjölda sagna.

Sögn er frásögn sem segir frá sögulegum viðburðum og atvikum og bæði sögumaður og áheyrendur upplifa sem raunsanna þótt hún byggist oftast nær á hefðbundnum sagnaminnum. Kraftaverk og aðrir yfirnáttúrulegir atburðir sem eiga sér stað í sögnum eru þannig settir fram sem eitthvað sem raunverulega á að hafa gerst, ólíkt því sem gerist í ævintýrum. Sögutími sagna er mjög mismunandi. Þannig segja fornsagnir frá atburðum sem gerðust fyrir langa löngu, eins og dýrlingasagnir, sagnir um Artúr konung, William Tell og Hróa Hött, meðan samtímasagnir segja frá nýliðnum atburðum og nafngreindu fólki sem áheyrendur hafa jafnvel þekkt eða þekkja til. Flökkusagnir eru sögur sem ferðast milli staða og breytast eftir nýju samhengi. Dæmi um nútímaflökkusagnir eru sagan um köngulóna í jukkunni og köttinn í örbylgjuofninum, sem eru algengar víða um heim en birtast í ólíkum myndum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.