Fara í innihald

Tennisfélag Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tennisfélag Reykjavíkur er íþróttafélag sem starfrækt var í Reykjavík frá 1920 til 1926. Það stundaði tennisæfingar á leikvelli Barnaskólans í Reykjavík og í grennd við Höfða. Til að fjármagna gerð Höfðavallarins stóð Tennisfélagið fyrir uppsetningu í Iðnó á revíunni Boltinn með lausa naflann eftir Pál Skúlason og er sýningin talin marka upphaf revíualdarinnar í reykvísku leikhúslífi.

Árið 1926 rann félagið inn í nýstofnaða tennisdeild Íþróttafélags Reykjavíkur.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Guðjón Friðriksson Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870-1940, 2.bindi. Iðunn 1994.