Lawrence Kohlberg
Lawrence Kohlberg (25. október 1927 – 19. janúar 1987) var bandarískur sálfræðingur, heimspekingur og menntunarfræðingur. Hann er þekktur fyrir að skoða siðferðisvitund í víðu samhengi með hliðsjón af sálfræðirannsóknum á siðferðisþroska og með reynslu sinni á framkvæmd slíkra fræðikenninga í skólastarfi
Kohlberg skoðar siðferðisþroska einstaklinga út frá þroskakenningum Jeans Piaget og heimspeki Immanuels Kant. Kohlberg setti fram kenningu um stigaskiptingu siðferðisþroskans þar sem hann skiptir siðferðisþroska einstaklinga í sex stig.
- Efnislegar og líkamlegar afleiðingar athafna
- Eiginhagsmunahyggja og jöfn skipti
- Gagnkvæmar persónulegar væntingar
- Væntingar og reglur félagskerfisins
- Samfélagssamningur og mannréttindi
- Algild siðalögmál
Síðasta stigið „algild siðalögmál“ er mjög umdeilt. Kolhberg athugaði siðferðisvitund fólks með hliðsjón af hvert er viðhorf fólks til þess að varðveita líf, skyldurækni í sambændum og viðhorf til laga og refsinga. Hann notaði klípusögur í rannsóknum sínum svo sem sögur þar sem einstaklingur þarf að velja milli tveggja siðareglna eins og eignarétti og virðingu fyrir lífi.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2007). Virðing og Umhyggja: Ákall 21. aldar. Reykjavík: Heimskringla.
- Kohlberg Geymt 12 september 2011 í Wayback Machine