England
England | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Dieu et mon droit (franska) Guð og réttur minn | |
Þjóðsöngur: God Save the King | |
Höfuðborg | London |
Opinbert tungumál | enska |
Stjórnarfar | Þingbundin konungsstjórn
|
Konungur | Karl 3. |
Forsætisráðherra | Keir Starmer |
Sameining | |
• Stofnun | 12. júlí 927 |
• Sameining við Skotland | 1. maí 1707 |
Flatarmál • Samtals |
130.279 km² |
Mannfjöldi • Samtals (2019) • Þéttleiki byggðar |
56.286.961 432/km² |
Gjaldmiðill | Sterlingspund (£) |
Tímabelti | UTC (+1 á sumrin) |
Þjóðarlén | .uk |
Landsnúmer | +44 |
England (borið fram /ˈɪŋglənd/ á ensku) er land sem er hluti af Bretlandi. Íbúar Englands eru yfir 83% af íbúum Bretlands. England á landamæri að Skotlandi í norðri, Wales í vestri og strönd við Norðursjó, Írlandshaf, Keltahaf, Bristol-sund og Ermarsund. Landið nær yfir 5/8 hluta af Stóra-Bretlandi auk yfir 100 minni eyja, þar á meðal Scilly-eyjar og Wight-eyju.
Menn settust að á Englandi á síðfornsteinöld, en nafnið er fengið frá Englum, germönskum ættflokki sem settist þar að á 5. og 6. öld og drógu nafn sitt af skaganum Angeln í Norður-Þýskalandi. England var sameinað í eitt ríki á 10. öld og hefur haft mikil menningarleg og efnahagsleg áhrif um víða veröld síðan á landafundatímabilinu sem hófst á 15. öld.[1]
Ensk tunga, ensk lög og enska biskupakirkjan hafa orðið undirstaða réttarkerfis margra landa og enskt þingræði hefur verið tekið upp víða.[2] Iðnbyltingin hófst á Englandi seint á 18. öld og England varð fyrsta iðvædda samfélag heims.[3] Á Englandi eru tveir elstu háskólar hins enskumælandi heims: Oxford-háskóli (stofnaður 1096) og Cambridge-háskóli (stofnaður 1209), sem teljast báðir með fremstu háskólum heims.[4]
Konungsríkið England innlimaði Wales árið 1535 en hætti að vera til sem sjálfstætt ríki árið 1707 þegar það sameinaðist Skotlandi með bresku sambandslögunum þegar sameinaða konungsríkið Bretland var stofnað.[5] Árið 1801 sameinaðist þetta ríki Írlandi með nýjum sambandslögum og til varð sameinað konungsríki Bretlands og Írlands. Árið 1922 sagði Írska fríríkið sig frá þessu ríki og eftir stóð þá sameinað konungsríki Bretlands og Norður-Írlands.[6]
Landslag á Englandi er að mestu flatt með lágum hæðadrögum, aðallega í Midlands og Suður-Englandi. Flest fjöllin eru í norðurhlutanum, í Lake District og Pennínafjöllum, en líka í vestri í Dartmoor og Shropshire Hills. Höfuðborg landsins er London sem er stærsta þéttbýli Bretlands með 14,2 milljón íbúa árið 2021. Íbúar Englands eru 56,3 milljónir, eða 84% af íbúum Bretlands.[7] Langflestir búa í og við London, í Suðaustur-Englandi og borgum í Midlands, Norðvestur-Englandi og Yorkshire þar sem stórar iðnaðarborgir byggðust upp á 19. öld.[8]
Heiti
[breyta | breyta frumkóða]Heitið England kemur úr fornensku, Englaland, sem merkir „land Engla“.[9] Þessir Englar voru germanskur ættflokkur sem settist þar að á 5. og 6. öld og er talinn hafa komið frá skaganum Angeln, sem í dag er hluti af Danmörku og Norður-Þýskalandi (Slésvík-Holtsetalandi). Elsta heimildin um landið er úr handriti með þýðingu á Kirkjusögu Englendinga eftir Beda prest, þar sem það kemur fyrir sem Engla londe. Hugtakið merkti landið þar sem Englendingar búa, og náði því líka yfir það sem síðar varð suðausturhluti Skotlands, en var þá hluti Norðymbralands og byggt Englendingum. Í Króniku Engilsaxa segir að Dómsdagsbókin hafi náð yfir allt England, í merkingunni enska konungsríkið, en nokkrum árum síðar stendur þar að Malcolm 3. hafi farið frá Skotlandi inn í Lothian í Englalandi, sem þá er eldri merkingin.[10] Samkvæmt Oxford Dictionary kom nútímastafsetning orðsins fyrst fyrir árið 1538.
Elstu heimildir um Engla eru í Germaníu Tacitusar frá 1. öld þar sem latneska heitið Anglii kemur fyrir.[11] Uppruni ættbálkaheitisins er umdeildur. Stungið hefur verið upp á því að það sé dregið ýmist af orðinu öng („beygja“ eða „krókur“) eða angr („mjór“) og vísi þá annað hvort til skagans við mynni árinnar Slien eða þess hve árósinn er þröngur.[12][13] Ekki er vitað af hverju þetta nafn varð að landaheiti, frekar en önnur ættbálkaheiti (til dæmis Saxar), en hugsanlega var það til að greina Saxa á Englandi frá Söxum á meginlandinu.[14] Í skoskri gelísku heitir landið hins vegar eftir Söxum, Sasunn.[15] Velska heitið yfir ensku er líka dregið af Söxum, Saesneg. Í skáldamáli hefur England líka verið nefnt Loegria (dregið af velska heitinu Lloegr) og Albion[16] sem upphaflega náði yfir allt Stóra-Bretland.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Forsögulegur tími
[breyta | breyta frumkóða]Bein- og tinnusteinstól hafa fundist í Norfolk og Suffolk sem sýna að Homo erectus bjó á Englandi fyrir 700.000 árum. Þá tengdist England meginlandi Evrópu um landbrú. Ermarsundið var á sem að lágu þverárnar Thames og Signa. Á síðustu ísöld eyddist byggð á þessu svæði. England var síðan ekki byggt aftur fyrr en fyrir 13.000 árum. Þeir íbúar tóku síðar upp keltneska menningu.
Elstu merki um menn á því svæði sem nú er þekkt sem England eru leifar af Homo antecessor frá um 780.000 árum. Elstu bein frummanna sem fundist hafa í Englandi eru 500.000 ára gömul.[17] Vitað er að nútímamenn bjuggu á svæðinu á síðfornsteinöld, þótt elstu merki um fasta búsetu séu aðeins um 6000 ára gömul.[18][19]
Eftir síðustu ísöld voru einungis stór spendýr eins og mammútar, vísundar og loðnashyrningar eftir. Fyrir um 11.000 árum, þegar ísbreiðurnar hörfuðu, fluttust menn aftur inn á svæðið. Erfðarannsóknir benda til þess að þeir hafi komið frá norðurhluta Íberíuskaga.[20] Sjávarborð var lægra en í dag og Bretland tengdist Írlandi og Evrópu með landbrúm.[21] Seinna hækkaði sjávarborð svo Bretland og Írland skildust að fyrir um 10.000 árum og Bretland skildist frá meginlandi Evrópu tvö þúsund árum síðar.
Bikarmenningin barst til Bretlands um 2500 f.o.t. með drykkjarílátum úr leir og pottum sem notaðir voru til að bræða kopargrýti.[22] Á þessum tíma voru stór steinmannvirki, eins og Stonehenge og Avebury, reist. Með því að bræða saman tin og kopar, sem nóg var af í landinu, var hægt að framleiða brons. Seinna hófst járnbræðsla sem leiddi til gerðar betri plóga og sterkari vopna.[23]
Keltnesk menning, afkomandi Hallstatt-menningarinnar og La Téne-menningarinnar, barst til Bretlands frá Mið-Evrópu. Keltneska málið breska var töluð í landinu á þessum tíma. Samfélagið skiptist í ættbálka. Í Geographia áætlar Kládíus Ptólmæos að þeir hafi verið um 20 talsins. Eldri skiptingar eru óþekktar því Bretar skildu engar ritaðar heimildir eftir sig. Líkt og aðrar þjóðir við jaðar Rómaveldis höfðu Bretar lengi stundað viðskipti við Rómverja. Júlíus Sesar reyndi tvisvar að gera innrás 55 f.Kr., og tókst að koma rómverskum leppkonungi til valda hjá Trinovantes-ættbálknum.
Rómverjar réðust fyrst inn í Bretland árið 43 e.Kr., í valdatíð Kládíusar keisara. Í kjölfarið lögðu þeir undir sig meginhluta landsins. Landið var gert að rómverska skattlandinu Britanníu.[24] Þekktasti ættbálkurinn sem veitti þeim mótspyrnu voru Catuvellauni undir forystu Caratacusar. Síðar leiddi Bóadíkea, drottning Íkena, uppreisn sem lauk með því að hún framdi sjálfsmorð eftir ósigur í orrustunni við Watling Street.[25] Höfundur einnar bókar um rómverska Bretland hefur áætlað að Rómverjar hafi drepið milli 100 og 250.000 manns, af um 2 milljónum íbúa.[26] Á þessum tíma varð grísk-rómversk menning ríkjandi með rómverskum lögum, rómverskri byggingalist, vatnsveitum, holræsum, skipulegum landbúnaði og silki.[27][28][29] Á 3. öld dó keisarinn Septimius Severus í Eboracum (nú York), þar sem Konstantínus mikli var lýstur keisari einni öld síðar.[30]
Það er umdeilt hvenær kristni barst fyrst til Englands. Það hefur ekki verið seinna en á 4. öld, og líklega mun fyrr. Samkvæmt Beda presti voru trúboðar sendir frá Róm af Elevþeríusi páfa að beiðni höfðingjans Lúsíusar af Bretland árið 180, til að skera úr um deilur um austræna og vestræna kirkjusiði sem ollu ósætti innan kirkjunnar. Til eru hefðir sem tengjast Glastonbury sem snúast um komu Jósefs frá Arímaþeu.[31] Um 410 hafði rómverskum herdeildum í Bretlandi fækkað vegna hnignunar Rómaveldis. Þær voru sendar annað til að berjast á landamærasvæðum eða taka þátt í borgarastyrjöldum.[32] Keltnesk klausturlífi blómstruðu: Heilagur Patrekur (Írland á 5. öld) og Brendan sæfari (6. öld), Comgall, heilagur Davíð, Aiden og Kólumkilli. Kristni varð á þessum tíma fyrir áhrifum frá fornri keltneskri menningu. Klaustrin voru miðstöðvar kirkjusókna, og klausturleiðtogar voru eins og ættbálkahöfðingjar til forna.[33]
Miðaldir
[breyta | breyta frumkóða]Rómverski herinn hvarf frá Bretlandi sem leiddi til innrása heiðinna sjóræningja frá norðvesturhluta meginlands Evrópu, sérstaklega Saxa, Engla, Jóta og Fríslendinga sem höfðu lengi stundað strandhögg þar. Þessir hópar tóku að setjast að í Bretlandi á 5. og 6. öld, fyrst í austurhluta landsins.[32] Framrás þeirra stöðvaðist um tíma eftir sigur Breta í orrustunni við Badon, en hélt svo áfram. Engilsaxar lögðu undir sig frjósamt láglendið á Englandi og Bretar hrökkluðust inn á sífellt minni svæði í vesturhluta landsins undir lok 6. aldar. Samtímaheimildir frá þessum tíma eru mjög fáar og það er því stundum kallað myrku aldirnar. Sagnfræðingar deila því um umfang og eðli landnáms Engilsaxa; en almennt er talið að það hafi verið mest í suðri og austri, en minna í norðri og vestri, þar sem keltnesk mál voru áfram töluð, jafnvel á landsvæðum sem Engilsaxar réðu yfir.[34][35][36][37][38][39] Engilsaxnesk heiðni tók við af rómverskri kristni sem ríkjandi trúarbrögð, en rómverskir trúboðar undir forystu Ágústínusar frá Kantaraborg tóku aftur að boða kristni þar frá 597.[40] Afleiðingin varð deilur milli keltneskrar og rómverskrar kristni sem lauk með sigri þeirrar síðarnefndu á kirkjuþinginu í Whitby árið 664, sem að nafninu til snerist um klippingu presta og dagsetningu páskahátíðarinnar.[33]
Landnám Saxa virðist hafa skipst í mikinn fjölda smáríkja, en á 7. öld höfðu þau runnið saman í um tylft konungsríkja eins og Norðymbraland, Mersíu, Wessex, Austur-Anglíu, Essex, Kent og Sussex. Næstu aldirnar héldu þessar sameiningar áfram.[41] Á 7. öld tókust Norðymbraland og Mersía á um yfirráð yfir landi og á 8. öld náði Mersía undirtökunum í þeim átökum. Fyrsti einvaldurinn sem notaði nafnbótina „Englandskonungur“ var Offa af Mersíu árið 774 þó svo að listar hefjist oft á Egbert af Wessex árið 829.[42] Snemma á 9. öld tók Wessex við sem valdamesta ríkið í Englandi. Seinna á þeirri öld hófust innrásir Víkinga sem lögðu undir sig norður- og austurhluta Englands og hertóku konungsríkin Norðymbraland, Mersíu og Austur-Anglíu. Eina saxneska ríkið sem lifði þetta umrót af var Wessex undir stjórn Alfreðs mikla. Það stækkaði síðan smátt og smátt með því að ná undir sig löndum frá Danalögum. Með því móti varð England til sem eitt konungsríki, fyrst undir stjórn Aðalsteins árið 927 og síðan eftir landvinninga Játráðs 953. Árásum víkinga fjölgaði aftur seint á 10. öld og enduðu með því að Sveinn tjúguskegg lagði England undir sig 1013, og sonur hans, Knútur ríki, árið 1016. Knútur stofnaði skammlíft Norðursjávarveldi sem náði líka yfir Danmörku og Noreg. Innlend konungsætt náði aftur völdum þegar Játvarður góði tók við völdum 1042.
Deilur um eftirmann Játvarðs leiddu til innrásar Normanna árið 1066 undir forystu Vilhjálms sigursæla hertoga af Normandí.[43] Normannar voru sjálfir ættaðir frá Norðurlöndunum og höfðu sest að í Normandí í Frakklandi á 9. og 10. öld.[44] Með hernámi Normanna var nær allri ensku yfirstéttinni skipt út fyrir nýjan frönskumælandi aðal, sem hafði mikil og varanleg áhrif á þróun enskrar tungu.[45]
Plantagenet-ætt frá Anjou í Frakklandi erfði ensku krúnuna, undir forystu Hinriks 2.. England varð þar með hluti af ört stækkandi ríki Angevína, sem ríktu meðal annars yfir Akvitaníu.[46] Plantagenet-ætt hélt völdum í þrjár aldir. Meðal frægustu konunga af þeirri ætt má nefna Ríkharð ljónshjarta, Játvarð 1., Játvarð 3. og Hinrik 5..[46] Á þessum tíma urðu miklar breytingar á verslun og lagasetningu, meðal annars með undirritun Magna Carta sem takmarkaði völd konungs og tryggði réttindi frjálsborinna manna. Kaþólsk klausturlífi blómstruðu og háskólarnir í Oxford og Cambridge voru stofnaðir með stuðningi konungs. Furstadæmið Wales varð að léni Plantagenet-ættar á 13. öld[47] og páfi veitti konungi titilinn lávarður Írlands.
Á 14. öld gerðu bæði Plantagenet-ætt og Valois-ætt tilkall til þess að erfa krúnuna í Frakklandi frá Kapetingum. Í kjölfarið hófst hundrað ára stríðið.[48] Svarti dauði barst til Englands árið 1348 og er talið að um helmingur íbúa hafi látist.[49] Frá 1453 til 1487 stóð rósastríðið yfir, borgarastyrjöld milli tveggja greina konungsfjölskyldunnar: York-ættar og Lancaster-ættar.[50] Að lokum missti York-ætt krúnuna til velskrar aðalsættar, Túdorættar, sem voru grein af Lancaster-ætt undir forystu Hinriks Tudor sem gerði innrás í England með velskum og bretónskum málaliðum og vann sigur í orrustunni við Bosworth Field. Ríkharður 3. Englandskonungur af York-ætt féll í bardaganum.[51]
Árnýöld
[breyta | breyta frumkóða]Á Túdortímabilinu barst endurreisnin til Englands með ítölskum hirðmönnum sem kynntu fyrir ensku hirðinni listræn viðmið og heimspeki klassískrar fornaldar.[52] Enski flotinn varð til og könnun Nýja heimsins hófst fyrir alvöru.[53][54] Hinrik 8. sleit sambandið við kaþólsku kirkjuna í Róm með Drottnunarlögunum árið 1534 þar sem hann lýsti því yfir að konungur væri æðsti ráðamaður ensku kirkjunnar. Ólíkt meginstraumi mótmælendatrúar í Evrópu, voru ástæður ensku siðbótarinnar pólitískar fremur en trúarlegar. Hinrik felldi líka Wales (heimaland Túdorættarinnar) saman við England með lögum um lög í Wales. Í valdatíð dætra Hinriks, Maríu 1. og Elísabetar 1., urðu mikil trúarleg átök í landinu. Sú fyrrnefnda færði landið nær kaþólsku kirkjunni, meðan sú síðari sleit það aftur frá henni og kom á biskupakirkju með valdi. Elísabetartímabilið er oft nefnt sem dæmi um gullöld í enskri sögu. Á þeim tíma náði enska endurreisnin hátindi sínum og myndlist, ljóðlist, tónlist og bókmenntir blómstruðu.[55] Tímabilið er þekktast fyrir leikhúslíf og fræg leikskáld. Á þessum tíma var stjórn Englands vel skipulögð og áhrifarík vegna hinna miklu umbóta Túdorættarinnar.[56]
England átti í harðri samkeppni við spænska heimsveldið sem hófst þegar fyrsta enska nýlendan í Ameríku var stofnuð af Walter Raleigh í Virginíu og nefnd Roanoke-nýlendan. Nýlendustofnunin mistókst og er síðan þekkt sem týnda nýlendan eftir að hún fannst yfirgefin þegar birgðaskip kom þangað.[57] Með stofnun Breska Austur-Indíafélagsins hóf England líka samkeppni við hollenska heimsveldið og franska heimsveldið í Austur-Indíum. Á Elísabetartímabilinu átti England í stríðsátökum við Spán sem sendi flotann ósigrandi árið 1588 til að endurreisa kaþólska trú í Englandi. Lélegt skipulag og óhagstætt veður, auk árása enskra skipa undir stjórn Charles Howard, urðu til þess að innrásin mistókst. Spánn hugðist endurtaka leikinn 1596 og 1597 en í bæði skiptin hröktu óveður skipin af leið.
Samband við Skotland
[breyta | breyta frumkóða]Yfirstjórn Stóra-Bretlands breyttist varanlega árið 1603 þegar Jakob 6. Skotakonungur erfði ensku krúnuna. Þá gengu England og Skotland í konungssamband en voru áfram tvö ríki.[58] Jakob tók að kalla sig „konung Stóra-Bretlands“ þótt enginn grundvöllur væri fyrir þeim titli í enskum lögum.[59] Jakob lét gefa út Jakobsbiblíuna, sem einu lögmætu útgáfu Biblíunnar á ensku árið 1611.
Í valdatíð sonar Jakobs, Karls 1., braust út borgarastríð milli stuðningsmanna konungs annars vegar og langa þingsins hins vegar. Konungssinnar og þingsinnar voru þekktir sem „kavalerar“ og „hnatthöfðar“. Þeir skiptust eftir landfræðilegum, pólitískum, trúarlegum og samfélagslegum átakalínum. Átök brutust líka út í öðrum ríkjum Bretlandseyja og urðu þekkt sem þríríkjastríðin þar sem þau áttu sér stað í konungsríkjunum þremur, Írlandi, Skotlandi og Englandi. Þingsinnar báru á endanum sigur úr býtum og Karl var tekinn af lífi. Leiðtogi þingliðsins, Oliver Cromwell, varð lávarður ríkisins árið 1653 og enska samveldið tók við af konungsveldinu.[60] Þegar Cromwell lést og sonur hans, Richard Cromwell, sagði af sér sem lávarður, var Karl 2. boðaður aftur og krýndur konungur árið 1660. Það markar upphaf Stúartendurreisnarinnar þar sem leikhúsin voru opnuð á ný og listirnar blómstruðu.[61] Eftir dýrlegu byltinguna 1688 var þingbundin konungsstjórn fest í lög með réttindaskrá, þar sem konungi var gert að ríkja með þinginu. Aðeins þingið gat lagt fram ný lög og konungur mátti hvorki leysa upp þing, boða nýja skatta eða kveða menn í herinn án samþykkis þingsins.[62] Frá þeim tíma hefur enginn konungur komið inn í neðri deild breska þingsins meðan á þingi stendur. Tákn þess er athöfn sem fer fram árlega þar sem dyrum þingsins er skellt framan í fulltrúa konungs.[63] Vísindi tóku miklum framförum eftir stofnun Konunglega breska vísindafélagsins árið 1660.
Árið 1666 varð Lundúnabruninn mikli til þess að stór hluti miðborgar London eyðilagðist og var endurbyggður skömmu síðar.[64] Margar stórbyggingar voru hannaðar af arkitektinum Christopher Wren. Tveir flokkar komu fram á þinginu: Toríar og Viggar. Toríar studdu upphaflega hinn kaþólska Jakob 2., en sumir þeirra gengu í lið með Viggum í dýrlegu byltingunni og buðu Vilhjálmi af Óraníu krúnuna. Andstæðingar Vilhjálms voru kallaðir Jakobítar og þeir nutu einkum fylgis í norðurhluta landsins og Skotlandi. Undir stjórn Stúartættar þandist verslunarveldi Englendinga út um allan heim og hagsæld jókst. Stærsti kaupskipafloti Evrópu varð til í Bretlandi.[65] Þing Englands og Skotlands samþykktu hvert í sínu lagi að sameina löndin tvö og stofna Konungsríki Stóra-Bretlands árið 1707.[66][58] Ýmsar stofnanir, löggjöf og kirkjuskipan, voru áfram aðskilin.
Nútíminn
[breyta | breyta frumkóða]Eftir að Konungsríkið Stóra-Bretland var stofnað áttu Konunglega breska vísindafélagið, skoska upplýsingin og enska upplýsingin þátt í nýjungum í visindum og verkfræði, meðan mikill vöxtur í þríhyrningsversluninni á Atlantshafi sem naut verndar konunglega breska sjóhersins skapaði undirstöður undir breska heimsveldið. Í Englandi hófst iðnbyltingin sem olli miklum efnahagslegum, samfélagslegum og menningarlegum breytingum á ensku samfélagi. Á þeim tíma iðnvæddist landbúnaðurinn, iðnaðarframleiðslan og námavinnsla, auk þess sem nýir innviðir fyrir vöruflutninga og fólksflutninga stóðu undir útþenslu og þróun iðnfyrirtækja.[67] Árið 1761 var Bridgewater-skurðurinn opnaður í Norðvestur-Englandi og markaði upphaf skurðatímabilsins í Bretlandi.[68] Árið 1825 hóf fyrsta varanlega farþegalestin starfsemi: Stockton- og Darlington-lestin.[68]
Vegna iðnbyltingarinnar fluttust margir verkamenn frá sveitum Englands í ört vaxandi þéttbýliskjarna til að vinna í verksmiðjum, til dæmis í Birmingham og Manchester, sem voru nefndar „verkstæði heimsins“ og „vöruhúsaborgin“.[70] Manchester var fyrsta iðnaðarborg heimsins.[71] Þegar franska byltingin hófst hélst stöðugleiki í Englandi. William Pitt yngri var forsætisráðherra í valdatíð Georgs 3. Staðgengilsstjórn Georgs 4. var þekkt fyrir framfarir í listum og arkitektúr.[72] Í Napóleonsstyrjöldunum hugðist Napóleon gera innrás í Bretland úr suðaustri, en það gerðist þó aldrei og Horatio Nelson vann sigur á her Napóleons á sjó, meðan Arthur Wellesley vann sigur á landi. Sigur Breta í orrustunni við Trafalgar staðfesti yfirburði breska sjóhersins.[73] Á Napóleonstímabilinu varð til bresk sjálfsmynd og hugmynd um Breta sem sameinaða þjóð Englendinga, Skota og Wales-búa.[74]
London varð stærsta og fjölmennasta þéttbýlissvæði heims á Viktoríutímabilinu og verslun, her og floti breska heimsveldisins nutu mikillar virðingar.[75] Á þessum tíma urðu miklar tækniframfarir sem leiddu til aukinnar velsældar.[76] Róttækar stjórnmálahreyfingar eins og Chartistar og súffragettur áttu þátt í að hraða lagalegum umbótum sem leiddu til almenns kosningaréttar.[77] Samuel Hynes lýsti Játvarðstímabilinu sem þægilegum tíma þar sem konur gengu með myndahatta og kusu ekki, ríkt fólk skammaðist sín ekki fyrir að sýna ríkidæmi sitt, og sólin settist aldrei á breska fánann.[78]
Breytingar á valdajafnvægi í Austur- og Mið-Evrópu leiddu til fyrri heimsstyrjaldar þar sem hundruð þúsunda enskra hermanna börðust fyrir Bretland sem hluti af Bandamönnum Tveimur áratugum síðar var Bretland enn hluti af Bandamönnum í síðari heimsstyrjöld. Undir lok þykjustustríðsins varð Winston Churchill forsætisráðherra. Margar enskar borgir urðu fyrir miklu tjóni í loftárásum Þjóðverja. Eftir stríðið hófst hröð afnýlenduvæðing breska heimsveldisins og tækniþróun olli miklum breytingum á daglegu lífi fólks. Bílar urðu helsti samgöngumátinn og þotuhreyfillinn (önnur ensk uppfinning) leiddi til þess að flugferðir urðu hagkvæmari.[79] Búseta fólks í Englandi breyttist með tilkomu bifreiða og heilsugæslan National Health Service hóf að veita almenningi ókeypis heilbrigðisþjónustu árið 1948. Þessi þróun leiddi til breytinga á sveitarfélögum í Englandi um miðja 20. öld.[80]
Frá og með 20. öld hafa miklir fólksflutningar orðið til Englands, aðallega frá öðrum hlutum Bretlandseyja, en líka frá öðrum samveldislöndum, sérstaklega Indlandsskaga.[81] Frá 8. áratug 20. aldar hefur störfum fækkað í iðnaði og fjölgað í þjónustugeiranum.[82] England varð hluti af evrópska efnahagssvæðinu sem síðar varð Evrópusambandið. Frá lokum 20. aldar breyttist stjórn Bretlands þannig að aukin völd færðust til endurreistra þinga Skotlands, Wales og Norður-Írlands.[83] England og Wales er þó áfram til sem sérstakt lögsagnarumdæmi innan Bretlands.[84] Aukin valddreifing hefur leitt til meiri áherslu á sérstaka enska sjálfsmynd.[85] Ekkert sérstakt þing eða stjórn Englands er til, og hugmyndum um slíka sérstjórn hefur verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum.[86]
Landfræði
[breyta | breyta frumkóða]England nær yfir tvo þriðju hluta Stóra-Bretlands með eyjum, eins og Wighteyju og Scilly-eyjum. Skotland liggur að landinu í norðri og Wales í vestri. England er nær meginlandi Evrópu en aðrir hlutar Bretlands. Ermarsund greinir England að meginlandinu og er 52 km að breidd þar sem það er grennst.[87] Ermarsundsgöngin skammt frá Folkestone tengja England beint við Frakklandi.[88] England á líka strönd að Norðursjó og Atlantshafi.
Helstu hafnarborgir landsins, London, Liverpool og Newcastle upon Tyne, liggja við árnar Thames, Mersey og Tyne-á. Lengsta áin sem rennur um England er Severn, 354 km að lengd.[89] Hún rennur út í Bristolsund og er þekkt fyrir Severn-röstina, sjávarfallaröst sem getur myndað 2 metra brimöldur.[90] Lengsta áin sem aðeins rennur um England er þó Thames sem er 346 km að lengd.[91]
Í Englandi eru mörg vötn. Stærsta stöðuvatn landsins er Windermere í vatnasvæðinu Lake District.[92] Landslag í Englandi einkennist aðallega af lágum hæðardrögum, en í norðri er landið fjalllendara. Þar eru Pennínafjöll, sem eru fjallgarður sem liggur frá austri til vesturs, Kúmbríufjöll í Lake District og Cheviot-hæðir við landamæri Englands og Skotlands. Hæsti tindur Englands er Scafell Pike, 978 metrar á hæð.[92] Shropshire-hæðir liggja að landamærum Wales, og Dartmoor og Exmoor eru heiðarlönd í suðvestri. Í Austur-Anglíu er flatt undirlendi notað sem beitiland. Þetta svæði er kallað Fens. Tees–Exe-línan er stundum notuð til að greina norður- og vesturhlutann, með eldra bergi og meira hálendi; frá suður- og austurhlutanum sem einkennist af meira flatlendi og setbergi.[93]
Elstu fjöll landsins eru Pennínafjöll sem eru stundum kölluð „hryggjarsúla landsins“ og eru frá lokum fornlífsaldar frá því fyrir um 300 milljón árum..[94] Þau eru meðal annars mynduð úr sandsteini og kalksteini og þar er líka að finna kolalög. Karstlandslag er að finna í Yorkshire og Derbyshire. Við fjöllin eru mýrlendi og frjósamir dalir þar sem árnar skera sig inn í þau. Yorkshire Dales og Peak District eru tveir þjóðgarðar í Pennínafjöllum. Í suðvestri eru heiðarlöndin Dartmoor og Exmoor sem liggja á granítklöpp og þar sem milt úthafsloftslag er ríkjandi. Bæði heiðarlöndin eru þjóðgarðar.[95]
Ensku láglöndin eru í mið- og suðurhluta landsins og einkennast af grónum hæðardrögum, eins og Cotswold-hæðum, Chiltern-hæðum, North Downs og South Downs. Við ströndina eru hvítir kalksteinsklettar, eins og við Dover. Þar eru líka sléttur eins og Salisbury-sléttan, Somerset-flatlendið, Suðurstrandarsléttan og Fenin.
Stjórnmál
[breyta | breyta frumkóða]England er hluti af Bretlandi, þar sem er þingbundið konungsvald með þingræðiskerfi.[96] England hefur ekki haft sína eigin ríkisstjórn síðan 1707 en með sambandslögunum sameinuðust konungsríkið Skotland og konungsríkið England í konungsríkið Stóra-Bretland.[66] Fyrir sambandið var landinu stjórnað af konungi og þinginu. Í dag fer breska þingið með stjórn Englands, en önnur lönd Bretlands hafa sínar eigin ríkisstjórnir og þing sem starfa í umboði þess.[97] Í fulltrúadeild breska þingsins sitja 532 fulltrúar einmenningskjördæma á Englandi, af 650 þingmönnum deildarinnar.[98] Eftir þingkosningar í Bretlandi 2019 voru fulltrúar úr Íhaldsflokknum 345, 179 úr Verkamannaflokknum, sjö úr Frjálslynda flokknum, einn úr Græningjum, og forseti fulltrúadeildar breska þingsins, Lindsay Hoyle.
Eftir að breska þingið fól þingum annarra landa Bretlands að fara með stjórn að hluta í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi, hefur verið rætt um að koma á líku fyrirkomulagi í Englandi. Upphaflega var rætt um að hvert hérað fengi eigin þing, en þegar tillögunni var hafnað af Norðaustur-Englandi í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2004, var hætt við það.[86]
Eitt vandamál er spurningin um Vestur-Lothian þar sem þingmenn úr Skotlandi og Wales geta kosið um löggjöf sem snertir eingöngu England, meðan enskir þingmenn geta ekki kosið um mál sem hin þingin fást við.[99] Þetta hefur verið sett í samhengi við það að England er eina land Bretlands þar sem ekki eru ókeypis lyfseðlar og skráningargjöld í háskóla[100] og hefur leitt til vaxandi enskrar þjóðernishyggju.[101] Sumir hafa því stungið upp á stofnun sérstaks ensks þings[102] meðan aðrir hafa mælt með því að aðeins enskir þingmenn fái að kjósa um löggjöf sem eingöngu varðar England.[103]
Efnahagslíf
[breyta | breyta frumkóða]England er eitt af stærstu efnahagskerfum Evrópu og fimmta stærsta í heimi. Hagkerfi Englands notar engilsaxneskt haglíkan. Það er eitt af fjórum hagkerfum á Bretlandi, og 100 af 500 stærstum fyrirtækjum í Evrópu eru með höfuðstöðvar í London. Sem hluti Bretlands er England aðalmiðstöð fyrir efnahagsmál heimsins. England er eitt iðnvæddu landa í heimi. Aðaliðnaðasvæði eru efna- og lyfjaiðnaðir og tækniiðnaðir eins og geimverkfræði, vopnaiðnaður og framleiðslu hugbúnaða.
London flytur út aðallega iðnaðarvörur and flytja inn efni eins og jarðolía, te, ull, hrásykur, timbur, smjör, málmur og kjöt. Í fyrra flutti út England meira en 30.000 tonn nautakjöta eiga 75.000.000 breskra punda. Frakkland, Ítalía, Grikkland, Holland, Belgía og Spánn eru aðalinnflytjendur nautakjöta frá Englandi.
Seðlabanki Bretlands sem setur vaxtaprósentur og kemur á peningamálastefnu er Englandsbanki í London. Kauphöllin í London er líka í borginni og er aðalkauphöllin í Bretlandi og er stærsta í Evrópu. London er alheimsleiðtogi í fjármáli, börgin er stærsta fjármálamiðstöð í Evrópu.
Hefðbundnir framleiðslu- og þungaiðnaðir hafa hnignað undanfarið á Englandi eins og annars staðar á Bretlandi. Um leið hafa þjónustugreinar orðið öllu meira mikilvægar. Til dæmis er ferðaþjónusta sjötti stærsti iðnaðurinn á Bretlandi og gaf hagkerfinu 76 milljónir breskra punda. Árið 2002 ræður hún 1.800.000 stöðugildi fólks eða 6,1% vinnandi íbúa. Aðalmiðstöð fyrir ferðamenn er London og börgin laðar að milljónum ferðamanna árlega.
Embættislegi gjaldmiðill Bretlands er breskt pund (stundum sterlingspund eða GBP, e. pound sterling).
Íbúar
[breyta | breyta frumkóða]England er langfjölmennasta land Bretlands, með yfir 56 milljón íbúa, sem eru 84% af heildarfjöldanum.[8]: 12 [104] Ef England væri sérstakt ríki væri það 25. fjölmennasta ríki heims miðað við árið 2005.[105]
Englendingar eru bresk þjóð.[106] Sumar erfðarannsóknir benda til þess að 75-95% þeirra séu afkomendur landnema frá forsögulegum tíma sem fluttust þangað upprunalega frá Íberíuskaga, með um 5% framlagi Engla og Saxa, auk þó nokkurs framlags frá Norðurlöndunum.[107][108] Aðrar rannsóknir meta framlag germanskra þjóða sem allt að 50%.[109] Ýmis menningarsamfélög hafa orðið áhrifamikil á Englandi í gegnum söguna: forsöguleg samfélög, Bretar,[110] Rómaveldi, Engilsaxar,[111] Víkingar,[112] Gelar og Normannar. Samfélög brottfluttra Englendinga er víða að finna í fyrrum löndum breska heimsveldisins, sérstaklega í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Suður-Afríku og Nýja-Sjálandi.[113] [114][115][116] Frá lokum 20. aldar hafa margir Englendingar flust til Spánar.[117]
Þegar Dómsdagsbókin var samin árið 1086 var íbúafjöldi Englands tvær milljónir. Um 10% bjuggu þá í þéttbýli.[118] Árið 1801 var íbúafjöldinn 8,3 milljónir og árið 1901 var hann orðinn 30,5 milljónir.[119] Efnahagslegur vöxtur í Suðaustur-Englandi hefur gert það að áfangastað fyrir fólksflutninga annars staðar að í Bretlandi.[106] Þó nokkur fjöldi Íra hefur líka flust til Englands.[120] Hlutfall íbúa af evrópskum uppruna er 87,5%. Þar á meðal eru íbúar af þýskum[121] og pólskum uppruna.[106]
Innflytjendur hafa flust til Englands lengra að síðan á 6. áratugnum. Um 6% íbúa Englands tilheyra fjölskyldum sem komu upprunalega frá Indlandsskaga (Indlandi, Pakistan og Bangladess).[106][121] Um 0,7% íbúa eru af kínverskum uppruna.[106][121] 2,9% íbúa eru þeldökkir af afrískum og karabískum uppruna, sérstaklega frá fyrrum breskum nýlendum þar.[106][121] Árið 2007 tilheyrðu 22% skólabarna í Englandi minnihlutaþjóðarbrotum[122] og árið 2011 var fjöldi þeirra 26,5%.[123] Um helmingur fólksfjölgunar milli 1991 og 2001 var vegna aðflutnings.[124] Deilur um þennan aðflutning eru áberandi í enskum stjórnmálum.[125] Í könnun innanríkisráðuneytisins árið 2009 sögðust 80% aðspurðra vilja takmarka aðflutning fólks.[126] Hagstofa Bretlands áætlar að íbúum muni fjölga um 9 milljónir milli 2014 og 2039.[127]
Kornbretar eru eina þjóðarbrotið sem er upprunnið á Englandi, sem er viðurkennt af ríkisstjórn Bretlands samkvæmt Rammasamkomulagi um vernd þjóðarbrota frá 2014.[128]
Tungumál
[breyta | breyta frumkóða]Enska varð til á Englandi og er aðaltungumál Englands í dag. Enska er vesturgermanskt indóevrópskt tungumál og er skylt skosku og frísnesku. Í sögu málsins er tímabilið fram til ársins 1066 nefnt fornenska en frá árinu 1066 til 15. aldar er talað um miðensku og frá 15. öld um nútímaensku. Allt frá árinu 1066 hefur enska orðið fyrir miklum áhrifum frá latínu og frönsku, ekki síst orðaforðinn sem er nú að verulegu leyti af latneskum rótum líkt og í rómönsku málunum.
Borgir
[breyta | breyta frumkóða]London er stærsta borg Bretlands og er líka höfuðborg landsins. Þær eru stærsta þéttbýli á landinu. Birmingham er önnur stærsta borgin. Aðrar stórar borgir eru Manchester, Leeds, Liverpool, Newcastle, Sheffield, Bristol, Coventry, Bradford, Leicester og Nottingham. Stærsta höfnin er Poole á suðströndinni.
Röð | Þéttbýli | Fólksfjöldi (manntal 2011) |
Staðir | Stærri þéttbýlisstaðir |
---|---|---|---|---|
1 | Þéttbýli Stór-Lundúnasvæðisins | 9.787.426 | 67 | London |
2 | Stór-Manchester | 2.553.379 | 57 | Manchester, Salford, Bolton, Stockport, Oldham |
3 | Þéttbýli Vestur-Miðhéraðanna | 2.440.986 | 22 | Birmingham, Wolverhampton, Dudley, Walsall |
4 | Þéttbýli Vestur-Yorkshire | 1.777.934 | 26 | Leeds, Bradford, Huddersfield, Wakefield |
5 | Þéttbýlið Liverpool | 864.122 | 8 | Liverpool, St Helens, Bootle, Huyton-with-Roby |
6 | Þéttbýlið South-Hampshire | 855.569 | 16 | Southampton, Portsmouth |
7 | Tyneside | 774.891 | 25 | Newcastle upon Tyne, North Shields, South Shields, Gateshead, Jarrow |
8 | Þéttbýlið Nottingham | 729.977 | 15 | Nottingham, Beeston og Stapleford, Carlton, Long Eaton |
9 | Þéttbýlið Sheffield | 685.368 | 7 | Sheffield, Rotherham, Chapeltown, Mosborough/Highlane |
10 | Þéttbýlið Bristol | 617.280 | 7 | Bristol, Kingswood, Mangotsfield, Stoke Gifford |
Menning
[breyta | breyta frumkóða]Ensk menning er breið og fjölbreytileg. Englendingar hafa spilað inn í þróun lista og vísindanna. Margir mikilvægir vísindamenn og heimspekingar fæddust á Englandi eða hafa búið á Englandi, til dæmis Isaac Newton, Francis Bacon, Charles Darwin, Ernest Rutherford (fæddur á Nýja-Sjálandi), John Locke, John Stuart Mill, Bertrand Russell, Thomas Hobbes og hagfræðingar svo sem David Ricardo og John Maynard Keynes. Karl Marx skrifaði mest af ritverkum sínum í Manchester.
Matargerð
[breyta | breyta frumkóða]Mörg lönd telja að ensk matargerð sé gróf og einföld. Ensk matargerð umbreyttist á sjötta áratuginum undir áhrifum frá Indlandi og Kína sem fylgdu innflytjendum. Dæmi af hefðbundnum enskum mat eru:
|
Verkfræði
[breyta | breyta frumkóða]England er fæðingarstaður Iðnbyltingarinnar og margir uppfinningamenn bjuggu á Englandi á 18. og 19. öld. Frægir verkfræðingar eru til dæmis Isambard Kingdom Brunel, Charles Babbage, Tim Berners-Lee, John Dalton, James Dyson, Michael Faraday, Robert Hooke, Robert Stephenson, Joseph Swan og Alan Turing.
Vísindi og heimspeki
[breyta | breyta frumkóða]Meðal mikilhæfra vísindamanna frá Englandi má nefna Isaac Newton, Michael Faraday, Robert Hooke, Robert Boyle, Joseph Priestley, J. J. Thomson, Charles Babbage, Charles Darwin, Stephen Hawking, Christopher Wren, Alan Turing, Francis Crick, Joseph Lister, Tim Berners-Lee, Andrew Wiles og Richard Dawkins.
Enskir heimspekingar áttu ríkan þátt í að móta vestræna heimspeki. Þar má nefna William af Ockham, Francis Bacon, Thomas Hobbes, John Locke, Jeremy Bentham, Thomas Paine, John Stuart Mill, Herbert Spencer, Bertrand Russell, G.E. Moore, A.J. Ayer, Gilbert Ryle, J.L. Austin, G.E.M. Anscombe og Bernard Williams.
Bókmenntir
[breyta | breyta frumkóða]Saga enskra bókmennta er rótgróin. Margir rithöfundar eru frá Englandi til dæmis leikskáldin William Shakespeare, Christopher Marlowe, Ben Jonson og John Webster, til viðbótar rithöfundarnir Daniel Defoe, Henry Fielding, Jane Austen, William Makepeace Thackeray, Charlotte Brontë, Emily Brontë, J.R.R. Tolkien, Charles Dickens, Mary Shelley, H. G. Wells, George Eliot, Rudyard Kipling, D.H. Lawrence, E.M. Forster, Virginia Woolf, George Orwell og Harold Pinter. J.K. Rowling, Enid Blyton og Agatha Christie eru rithöfundar sem hafa orðið frægir á 20. öld.
Tónlist
[breyta | breyta frumkóða]Tónskáld frá Englandi eru ekki eins fræg og rithöfundarnir þaðan. Flytjendur eins og Bítlarnir, Led Zeppelin, Pink Floyd, Elton John, Queen og The Rolling Stones eru meðal þeirra sem hafa selt mest af plötum í heiminum. England er einnig fæðingarstaður margra tónlistarstefna til dæmis harðrokks, þungarokks, Britpops, glamrokks, drum and bass, framsækins rokks, pönks, gotnesks rokks og triphops.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „England – Culture“. britainusa.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. maí 2008. Sótt 1. febrúar 2009.
- ↑ „Country profile: United Kingdom“. BBC News. news.bbc.co.uk. 26. október 2009. Sótt 1. febrúar 2009.
- ↑ „Industrial Revolution“. Ace.mmu.ac.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. apríl 2008. Sótt 1. febrúar 2009.
- ↑ "2022-2023 Best Global Universities Rankings", U.S. News & World Report
- ↑ Burns, William E. A Brief History of Great Britain. bls. xxi.; „Acts of Union 1707“. parliament.uk. Sótt 27. janúar 2011.
- ↑ Phelan, Kate (4. október 2016). „The Partition Of Ireland: A Short History“. Culture Trip. Sótt 20. maí 2019.
- ↑ Park, Neil (24. júní 2020). „Population estimates for UK, England and Wales, Scotland and Northern Ireland“. www.ons.gov.uk. Office for National Statistics (United Kingdom).
- ↑ 8,0 8,1 2011 Census – Population and household estimates for England and Wales, March 2011. Accessed 31 May 2013.
- ↑ „England“. Online Etymology Dictionary. Sótt 21. júlí 2010.
- ↑ Molyneaux 2015, bls. 6–7.
- ↑ „Germania“. Tacitus. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. september 2008. Sótt 5. september 2009.
- ↑ Pyles, Thomas and John Algeo 1993. Origins and development of the English language. 4th edition. (New York: Harcourt, Brace, Jovanovich).
- ↑ Barber, Charles, Joan C. Beal and Philip A. Shaw 2009. Other Indo-European languages have derivities of the PIE Sten or Lepto or Dol-ə'kho as root words for narrow. The English language. A historical introduction. Second edition of Barber (1993). Cambridge: University Press.
- ↑ Crystal 2004, bls. 26–27
- ↑ Forbes, John (1848). The Principles of Gaelic Grammar. Edinburgh: Oliver, Boyd and Tweeddale.
- ↑ Foster 1988, bls. 9
- ↑ „500,000 BC – Boxgrove“. Current Archaeology. Current Publishing. 24. maí 2007. Sótt 20. desember 2010.
- ↑ „Palaeolithic Archaeology Teaching Resource Box“ (PDF). Palaeolithic Rivers of South-West Britain Project (2006). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 5. maí 2021. Sótt 20. desember 2010.
- ↑ „Chalk east“. A Geo East Project. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2011. Sótt 20. desember 2010.
- ↑ Oppenheimer 2006, bls. 173.
- ↑ „Tertiary Rivers: Tectonic and structural background“. University of Cambridge. Sótt 9. september 2009.
- ↑ „Function and significance of Bell Beaker pottery according to data from residue analyses“. Sótt 21. desember 2010.
- ↑ Reid, Struan (1994). Inventions and Trade. P.8. ISBN 978-0-921921-30-1. Sótt 23. desember 2010.
- ↑ Burke, Jason (2. desember 2000). „Dig uncovers Boudicca's brutal streak“. The Observer. London. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. október 2003. Sótt 5. september 2009.
- ↑ „Cornelius Tacitus, The Annals“. Alfred John Church, William Jackson Brudribh, Ed. Sótt 22. desember 2010.
- ↑ Goldsworthy, Adrian (2016). Pax Romana: War, Peace and Conquest in the Roman World. Hachette UK. bls. 276.
- ↑ Bedoyere, Guy. „Architecture in Roman Britain“. Heritage Key. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. júlí 2009. Sótt 23. desember 2010.
- ↑ Philip, Robert (1860). The History of Progress in Great Britain. 2. bindi. Sótt 23. desember 2010.
- ↑ Rees, Bob; Shute, Paul; Kelly, Nigel (9. janúar 2003). Medicine through time. Heinemann. ISBN 978-0-435-30841-4. Sótt 24. desember 2010.
- ↑ Rankov 1994, bls. 16.
- ↑ Wright 2008, bls. 143.
- ↑ 32,0 32,1 James, Edward. „Overview: Anglo-Saxons, 410 to 800“. BBC. Sótt 3. desember 2010.
- ↑ 33,0 33,1 Lehane, Brendan (1968). Early Christian Christianity. John Murray.
- ↑ Dark, Ken R. (2003). „Large-scale population movements into and from Britain south of Hadrian's Wall in the fourth to sixth centuries AD“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 1. júní 2021. Sótt 20. júní 2020.
- ↑ Martin, Toby F. (2015). The Cruciform Brooch and Anglo-Saxon England. Boydell and Brewer Press. bls. 174–178.
- ↑ Coates, Richard. „Celtic whispers: revisiting the problems of the relation between Brittonic and Old English“.
- ↑ Kortlandt, Frederik (2018). „Relative Chronology“ (PDF).
- ↑ Fox, Bethany. „The P-Celtic Place Names of North-East England and South-East Scotland“.
- ↑ Härke, Heinrich (2011). „Anglo-Saxon Immigration and Ethnogenesis“. Medieval Archaeology. 55 (1): 1–28. doi:10.1179/174581711X13103897378311. S2CID 162331501.
- ↑ „The Christian Tradition“. PicturesofEngland.com. Sótt 5. september 2009.
- ↑ Kirby 2000, bls. 4.
- ↑ Lyon 1960, bls. 23.
- ↑ „Overview: The Normans, 1066–1154“. BBC. Sótt 3. desember 2010.
- ↑ Crouch 2006, bls. 2–4
- ↑ „Norman invasion word impact study“. BBC News. 20. febrúar 2008. Sótt 3. desember 2010.
- ↑ 46,0 46,1 Bartlett 1999, bls. 124.
- ↑ „Edward I (r. 1272–1307)“. Royal.gov.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. júní 2008. Sótt 21. september 2009.
- ↑ Fowler 1967, bls. 208.
- ↑ Ziegler 2003, bls. 230; Goldberg 1996, bls. 4.
- ↑ Crofton 2007, bls. 111.
- ↑ „Richard III (r. 1483–1485)“. Royal.gov.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. júlí 2008. Sótt 21. september 2009.
- ↑ Hay, Denys (1988). Renaissance essays. bls. 65. ISBN 978-0-907628-96-5. Sótt 26. desember 2010.
- ↑ „Royal Navy History, Tudor Period and the Birth of a Regular Navy“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. janúar 2012. Sótt 24. desember 2010.
- ↑ Smith, Goldwin. England Under the Tudors. bls. 176. ISBN 978-1-60620-939-4. Sótt 26. desember 2010.
- ↑ Lewis, English Literature in the Sixteenth Century (Oxford, 1954) p. 1
- ↑ „Tudor Parliaments“. Spartacus Educational (enska). Sótt 4. apríl 2021.
- ↑ Ordahl, Karen (25. febrúar 2007). Roanak:the abandoned colony. Rowman & Littlefield publishers Inc. ISBN 978-0-7425-5263-0. Sótt 24. desember 2010.
- ↑ 58,0 58,1 Colley 1992, bls. 12.; „Making the Act of Union“. Parliament.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júní 2008. Sótt 5. september 2009.
- ↑ Hay, Denys. „The term "Great Britain" in the Middle Ages“ (PDF). ads.ahds.ac.uk. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 25. mars 2009. Sótt 19. febrúar 2009.
- ↑ „Oliver Cromwell (English statesman)“. Encyclopædia Britannica. britannica.com. 2009. Sótt 8. ágúst 2009.
- ↑ Lyndsey Bakewell, "Changing scenes and flying machines: re-examination of spectacle and the spectacular in Restoration theatre, 1660–1714" (PhD. Diss. Loughborough University, 2016) online.
- ↑ Adler, Philip J.; Pouwels, Randall L. (27. nóvember 2007). World Civilization. bls. 340. ISBN 978-0-495-50262-3. Sótt 24. desember 2010.
- ↑ "Democracy Live: Black Rod". BBC. Retrieved 6 August 2008;
- ↑ „London's Burning: The Great Fire“. BBC News. Sótt 25. september 2009.
- ↑ „The History Press | The Stuarts“. www.thehistorypress.co.uk (enska). Sótt 11. apríl 2021.
- ↑ 66,0 66,1 „The first Parliament of Great Britain“. Parliament.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júní 2008. Sótt 5. september 2009.
- ↑ Hudson, Pat. „The Workshop of the World“. BBC. Sótt 10. desember 2010.
- ↑ 68,0 68,1 Office for National Statistics 2000, bls. 5; McNeil & Nevell 2000, bls. 4.
- ↑ „Department of History – Napoleonic Wars“. 28. júlí 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júlí 2014. Sótt 8. apríl 2021.
- ↑ McNeil & Nevell 2000, bls. 9.; Birmingham City Council. „Heritage“. visitbirmingham.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. apríl 2012. Sótt 4. október 2009.
- ↑ „Manchester – the first industrial city“. Entry on Sciencemuseum website. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. mars 2012. Sótt 17. mars 2012.
- ↑ „Regency | British Architectural Dates and Styles | Property | UK | Mayfair Office“. www.mayfairoffice.co.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 17 apríl 2021. Sótt 8. apríl 2021.
- ↑ Bennet, Geoffrey (2004). The Battle of Trafalgar. England: Pen & Sword Books Limited, CPI UK, South Yorkshire.
- ↑ Colley 1992, bls. 1.
- ↑ Haggard, Robert F. (2001). The persistence of Victorian liberalism:The Politics of Social Reform in Britain, 1870–1900. bls. 13. ISBN 978-0-313-31305-9. Sótt 26. desember 2010.
- ↑ Atterbury, Paul (17. febrúar 2011). „Victorian Technology“. BBC History. Sótt 13. október 2020.
- ↑ Crawford, Elizabeth. „Women: From Abolition to the Vote“. BBC. Sótt 10. desember 2010.
- ↑ „Manor House. Edwardian Life | PBS“. www.pbs.org.
- ↑ Golley, John (10. ágúst 1996). „Obituaries: Air Commodore Sir Frank Whittle“. The Independent. London. Sótt 2. desember 2010.
- ↑ Clark, Steed & Marshall 1973, bls. 1; Wilson & Game 2002, bls. 55.
- ↑ Gallagher 2006, bls. 10–11.
- ↑ Reitan 2003, bls. 50.
- ↑ Keating, Michael (1. janúar 1998). „Reforging the Union: Devolution and Constitutional Change in the United Kingdom“. Publius: The Journal of Federalism. 28 (1): 217. doi:10.1093/oxfordjournals.pubjof.a029948.
- ↑ „The coming of the Tudors and the Act of Union“. BBC Wales. BBC News. 2009. Sótt 9. september 2009.
- ↑ Kenny, English & Hayton 2008, bls. 3; Ward 2004, bls. 180.
- ↑ 86,0 86,1 Sherman, Jill; Andrew Norfolk (5. nóvember 2004). „Prescott's dream in tatters as North East rejects assembly“. The Times. London. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. maí 2010. Sótt 5. september 2009.
- ↑ „English Channel“. Encyclopædia Britannica. britannica.com. 2009. Sótt 15. ágúst 2009.
- ↑ „History“. EuroTunnel.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. nóvember 2008. Sótt 5. september 2009.
- ↑ „The River Severn“. BBC. Sótt 5. desember 2010.
- ↑ „Severn Bore and Trent Aegir“. Environment Agency. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. nóvember 2010. Sótt 5. desember 2010.
- ↑ „River Thames and London (England)“. London Evening Standard. London. Sótt 17. ágúst 2009.[óvirkur tengill]
- ↑ 92,0 92,1 „North West England & Isle of Man: climate“. Met Office. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. júní 2011. Sótt 5. desember 2010.
- ↑ World Regional Geography. Joseph J. Hobbs. 13. mars 2008. ISBN 978-0-495-38950-7. Sótt 6. desember 2017.
- ↑ „Pennines“. Smmit Post. Sótt 8. september 2009.
- ↑ „National Parks – About us“. nationalparks.gov.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. október 2010. Sótt 5. desember 2010.
- ↑ "United Kingdom" CIA The World Factbook]. Retrieved 13 April 2021
- ↑ Cabinet Office (26. mars 2009). „Devolution in the United Kingdom“. cabinetoffice.gov.uk. Sótt 16. ágúst 2009.
- ↑ „Lists of MPs“. Parliament.uk. Sótt 21. maí 2009.
- ↑ „West Lothian question“. BBC News. 31. október 2008. Sótt 5. september 2009.
- ↑ „Are Scottish people better off?“. MSN Money. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. apríl 2008. Sótt 5. september 2009.
- ↑ „English nationalism "threat to UK"“. BBC News. 9. janúar 2000. Sótt 5. september 2009.
- ↑ Davidson, Lorraine (3. júní 2008). „Gordon Brown pressed on English parliament“. The Times. London. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. maí 2010. Sótt 5. september 2009.
- ↑ Grice, Andrew (1. júlí 2008). „English votes for English laws' plan by Tories“. The Independent. London. Sótt 5. september 2009.
- ↑ Office for National Statistics (8. ágúst 2013). „Population estimates for UK, England and Wales, Scotland and Northern Ireland – current datasets“. statistics.gov.uk. Sótt 5. október 2013.
- ↑ United Nations Department of Economic and Social Affairs. „World Population Prospects: Analytical Report for the 2004“. United Nations. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. ágúst 2009. Sótt 5. september 2009.
- ↑ 106,0 106,1 106,2 106,3 106,4 106,5 Office for National Statistics (2011). „Ethnicity and National Identity in England and Wales 2011“. Statistics.gov.uk. Sótt 5. október 2013.
- ↑ Oppenheimer 2006, bls. 378.
- ↑ „British and Irish, descendant of the Basques?“. Eitb24.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. maí 2011. Sótt 5. september 2009.; Oppenheimer, Stephen (10. október 2006). „What does being British mean? Ask the Spanish“. The Daily Telegraph. London. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. júlí 2009. Sótt 5. september 2009.
- ↑ Wade, Nicholas (6. mars 2007). „A United Kingdom? Maybe“. The New York Times. Sótt 8. ágúst 2009.; Thomas, M.G.; Stumpf, M.P.; Härke, H. (2006). „Evidence for an apartheid-like social structure in early Anglo-Saxon England“. Proceedings: Biological Sciences. 273 (1601): 2651–7. doi:10.1098/rspb.2006.3627. PMC 1635457. PMID 17002951.
- ↑ „Roman Britons after 410“. Britarch.ac.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. maí 2009. Sótt 5. september 2009.
- ↑ Cameron, Keith (mars 1994). Anglo-Saxon Origins: The Reality of the Myth. Malcolm Todd. ISBN 978-1-871516-85-2. Sótt 5. september 2009.
- ↑ „Legacy of the Vikings“. BBC News. Sótt 5. september 2009.
- ↑ „Shifting Identities – statistical data on ethnic identities in the US“. Bnet. 2001. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. janúar 2016. Sótt 29. júlí 2009.
- ↑ „Ethnic origins, 2006 counts, for Canada, provinces and territories“. Statistics Canada. 2. apríl 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. nóvember 2009. Sótt 29. júlí 2009.
- ↑ Centre for Population and Urban Research, Monash University. „Australian Population: Ethnic Origins“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 19. júlí 2011. Sótt 29. júlí 2009.
- ↑ „Inmigración británica en Chile“. Galeon.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. ágúst 2009. Sótt 29. júlí 2009.
- ↑ Burke, Jason (9. október 2005). „An Englishman's home is his casa as thousands go south“. The Guardian. London. Sótt 5. september 2009.; Travis, Alan; Sarah Knapton (16. nóvember 2007). „Record numbers leave the country for life abroad“. The Guardian. London. Sótt 8. ágúst 2009.
- ↑ University of Wisconsin. „Medieval English society“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. október 2011. Sótt 14. ágúst 2014.
- ↑ „Chapter 1 – The UK population: past, present and future“ (PDF). Focus on People and Migration (PDF) (Report). Office for National Statistics. 7. desember 2005. Sótt 16. febrúar 2017.
- ↑ „One in four Britons claim Irish roots“. BBC News. 16. mars 2001. Sótt 26. nóvember 2010.
- ↑ 121,0 121,1 121,2 121,3 „British Immigration Map Revealed“. BBC News. 7. september 2005. Sótt 5. september 2009.
- ↑ Paton, Graeme (1. október 2007). „One fifth of children from ethnic minorities“. The Daily Telegraph. London. Afrit af uppruna á 10. janúar 2022. Sótt 14. ágúst 2014.
- ↑ Shepherd, Jessica (22. júní 2011). „Almost a quarter of state school pupils are from an ethnic minority“. The Guardian. London. Sótt 17. janúar 2014.
- ↑ Leppard, David (10. apríl 2005). „Immigration rise increases segregation in British cities“. The Times. London. Afrit af upprunalegu geymt þann 11 febrúar 2008. Sótt 8. ágúst 2009.
- ↑ „Immigration debate hots up in England“. The Independent News Service. 26. nóvember 2008. Sótt 14. ágúst 2014.
- ↑ Milland, Gabriel (23. júlí 2009). „80% say cap immigration“. Daily Express. London. Sótt 5. september 2009.
- ↑ National Population Projections: 2014-based Statistical Bulletin (Report). Office for National Statistics. 29. október 2015.
- ↑ „Cornish people formally declared a national minority along with Scots, Welsh and Irish“. The Independent. 23. apríl 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. apríl 2014. Sótt 23. apríl 2014.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Colley, Linda (1992). Britons: Forging the Nation, 1701–1837. Yale University Press. ISBN 978-0-300-05737-9.
- Crofton, Ian (2007). The Kings and Queens of England. Quercus. ISBN 978-1-84724-065-1.
- Crouch, David (2006). Normans: The History of a Dynasty. Hambledon Continuum. ISBN 978-1-85285-595-6.
- Crystal, David (2004). The Stories of English. The Overlook Press. ISBN 978-1-58567-601-9.
- Fowler, Kenneth (1967). The Age of Plantagenet and Valois: The Struggle for Supremacy, 1328–1498. Putnam. ISBN 978-0-236-30832-3.
- Gallagher, Michael (2006). The United Kingdom Today. London: Franklin Watts. ISBN 978-0-7496-6488-6.
- Goldberg, Jeremy (1996). „Introduction“. Í Mark Ormrod & P.G. Lindley (ritstjóri). The Black Death in England. Stamford: Paul Watkins. ISBN 978-1-871615-56-2.
- Kirby, D.P. (2000). The earliest English kings. Routledge. ISBN 978-0-415-24210-3.
- Molyneaux, George (2015). The Formation of the English Kingdom in the Tenth Century. Oxford University Press. ISBN 978-0-19-871791-1.
- Rankov, Boris (1994). The Praetorian Guard. Osprey Publishing. ISBN 978-1-85532-361-2.
- Reitan, Earl Aaron (2003). The Thatcher Revolution. Rowman & Littlefield. ISBN 978-0-7425-2203-9.
- Oppenheimer, Stephen (2006). Origins of the British. Carroll & Graf. ISBN 978-0-7867-1890-0.
- Wright, Kevin J (2008). The Christian Travel Planner. Thomas Nelson Inc. ISBN 978-1-4016-0374-8.
- Ziegler, Philip (2003). The Black Death (New. útgáfa). Sutton: Sutton Publishing Ltd. ISBN 978-0-7509-3202-8.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Office for National Statistics - Hagstofa Bretlands.
- Visit England Geymt 5 mars 2023 í Wayback Machine — Vefur frá Ferðamálaráði Bretlands.
- Opinber vefur ríkisstjórnar Bretlands.
- Fréttir frá Englandi á vef BBC.
- Natural England — náttúrufræðistofnun Englands.
- English Heritage — félag um enskan menningararf.
- „Hversu gamalt er England og hvernig myndaðist það?“. Vísindavefurinn.