Tricia Helfer
Tricia Helfer | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Tricia Janine Helfer 11. apríl 1974 |
Ár virk | 2000 - |
Helstu hlutverk | |
Númer Sex í Battlestar Galactica Carla í Burn Notice Alex Rice í Dark Blue Alex Clark í The Firm |
Tricia Helfer (fædd Tricia Janine Helfer, 11. apríl 1974) er kanadísk leikkona og fyrrverandi fyrirsæta sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Battlestar Galactica, Burn Notice, Dark Blue og The Firm.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Helfer er fædd og uppalin í Donalda, Alberta í Kanada og er af þýskum, enskum, sænskum og norskum uppruna.[1]
Þegar Helfer var sautján ára var uppgötvaði fyrirsætuútsendari hana fyrir utan kvikmyndahús.[1][2]
Helfer hefur verið gift lögfræðingnum Jonathan Marshall síðan 2003.
Helfer og samleikkona hennar Katee Sackhoff úr Battlestar Galactica stofnuðu vefsíðuna Acting Outlaws,[3] sem opin er fyrir framlögum til mismunandi styrktarverkefna og málstaða.[4]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirsæta
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1992 vann Helfer Ford Models Supermodel of the World keppnina og skrifaði síðan undir samning við Elite Model Management og seinna meir við Trump Model Management.[5] Helfer hætti sem tískufyrirsæta árið 2002.[6] Hefur hún komið fram í auglýsingum fyrir Ralph Lauren, Versace, Chanel og Giorgio Armani. Hefur hún einnig komið fram í tískusýningum fyrir Carolina Herrera, Christian Dior, Claude Montana, Givenchy, John Galliano og Dolce & Gabbana. Helfer hefur verið framan á tískutímaritum á borð við Flare, Amica, ELLE, Cosmopolitan, Marie Claire og Vogue.[7]
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sjónvarpshlutverk Helfer var árið 2002 í Jeremiah. Hefur hún komið fram sem gestaleikkona í þáttum á borð við Supernatural, CSI: Crime Scene Investigation, Chuck (sjónvarpsþáttur), Lie to Me og Criminal Minds. Árið 2004 þá var henni boðið hlutverk í Battlestar Galactica sem Númer Sex, sem hún lék til ársins 2009. Hún lék stór gestahlutverk í Burn Notice sem Carla og í Dark Blue sem Alex Rice. Hefur síðan 2012 verið sérstakur gestaleikari í The Firm sem Alex Clark.
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta kvikmyndahlutverk Helfer var árið 2000 í Eventual Wife. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Genius Club, The Green Chain, Open House og Bloodwork.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
2000 | Eventual Wife | Inga | |
2003 | White Rush | Eva | |
2006 | The Genius Club | Ally Simon | |
2006 | Memory | Stephanie Jacobs | |
2007 | Spiral | Sasha | |
2007 | The Green Chain | Leila Cole | |
2007 | Walk All Over Me | Celene | |
2010 | Open House | Lila | |
2010 | A Beginner´s Guide to Endings | Miranda | |
2011 | Bloodwork | Dr. Wilcox | |
2012 | PostHuman | Kali | Talaði inn á |
2012 | The Forger | Sasha | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
2002 | Jeremiah | Sarah | Þáttur: The Lond Road: Part 1 |
2002 | CSI: Crime Scene Investigation | Ashleigh James | Þáttur: The Hunger Artist |
2003 | Battlestar Galactica - Mínisería | Númer Sex | 2 þættir |
2004 | Behind the Camera: The Unauthorized Story of Charlie's Angels | Farah Fawcett-Majors | Sjónvarpsmynd |
2006 | The Collector | Janis Eisner | Þáttur: The V.J. |
2007 | Them | Naomi Tyler Moore | Sjónvarpsmynd |
2007 | Supernatural | Molly McNamara | Þáttur: Roadkill |
2007 | Battlestar Galactica: Razor | Númer Sex / Gina Inviere | Sjónvarpsmynd |
2008 | Inseparable | Rae Wicks | Sjónvarpsmynd |
2008 | Late Show with David Letterman | Númer Sex – Top Tíu Kynnar | Þáttur nr. 15.85 |
2009 | The Dealership | Rachel Carson | Sjónvarpsmynd |
2007-2009 | Burn Notice | Carla | 9 þættir |
2008-2009 | The Spectacular Spider-Man | Svartur köttur / Felicia Hardy | 3 þættir - Talaði inn á |
2004-2009 | Battlestar Galactica | Númer Sex / Caprica | 73 þættir |
2009 | Chuck (sjónvarpsþáttur) | Fulltrúinn Alex Forrest | Þáttur: Chuck Versus the Broken Heart |
2009 | Warehouse 13 | Fulltrúinn Bonnie Belski | Þáttur: Resonance |
2009 | Hidden Crimes | Julia Carver | Sjónvarpsmynd |
2010 | The Super Hero Squad Show | Sif | Þáttur: O, Brother – Talaði inn á |
2010 | Human Target | Stephanie Dobbs | Þáttur: Pilot |
2010 | Dark Blue | Alex Rice | 10 þættir |
2010 | Lie to Me | Naomi Russell | Þáttur: Double Blind |
2010 | The Whole Truth | Bitsie Katz | Þáttur: Liars |
2011 | Howlin´ for You | Alexa Wolff | Sjónvarpsmynd |
2011 | No Ordinary Family | Sophie Adler | Þáttur: No Ordinary Love |
2011 | Scooby-Doo! Mystery Incorporated | Amanda Smyth | Þáttur: Where Walks Aphrodite – Talaði inn á |
2011 | Franklin & Bash | Brett Caiman | Þáttur: Go Tell It on the Mountain |
2009-2011 | Two and a Half Men | Gail | 3 þættir |
2011 | Mistletoe Over Manhattan | Lucy Martel | Sjónvarpsmynd |
2012 | Criminal Minds | Izzy Rogers | 2 þættir |
2012 | The Firm | Alex Clark | 18 þættir |
2012 | Scent of the Missing | Susannah | Sjónvarpsmynd Í eftirvinnslu |
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Leo-verðlaunin
- 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í dramamynd fyrir Walk All Over Me.
- 2006: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Battlestar Galactica.
- 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í dramaseríu fyrir The Collector.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Leech, Eric J. (Spring 2008). „Tricia Helfer“ (PDF). Urban Male Magazine. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 4. október 2008. Sótt 7. september 2008.
- ↑ http://www.mahalo.com/tricia-helfer/
- ↑ „Who We Are“. The Acting Outlaws. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. október 2010. Sótt 23. nóvember 2010.
- ↑ „Our Mission“. The Acting Outlaws. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. ágúst 2011. Sótt 23. nóvember 2010.
- ↑ „Tricia Helfer Profile on FMD – Tricia Helfer pictures / images“. Fashionmodeldirectory.com. Sótt 23. nóvember 2010.
- ↑ „TriciaHelfer.net“. Chat – Ask Tricia A Question. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. desember 2008. Sótt 5. júlí 2008.
- ↑ „Ferill Tricia Helfer á heimasíðu hennar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. ágúst 2011. Sótt 9. maí 2012.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Tricia Helfer“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. maí 2012.
- Tricia Helfer á IMDb
- Heimasíða Tricia Helfer Geymt 24 apríl 2012 í Wayback Machine