Fönk
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Fönk er tónlistarstefna sem varð til um miðjan sjöunda áratuginn og er nokkurs konar blanda af djassi, blúsi, gospel og sálartónlist. Eins og svo margar aðrar tónlistarstefnur sem eiga uppruna sinn að rekja frá Afríku hefur fönkið margslungna grúva með ryþmískum hljóðfærum eins og rafmagnsgítörum, rafmagnsbassöm, rafmagnsorgelum og trommum sem slá taktfastan ryþma.
Einkenni
[breyta | breyta frumkóða]Fönk einkennist gjarnan af bítum og „keyrandi“ bassalínum en nokkrar fönksveitir notuðu líka blásturshljóðfæri í lögunum sínum eins og saxófón, trompet og jafnvel trombónu. Áhrifin sem fönkið hafði á tónlistarheiminn var gífurlegt því undir lok áttunda áratugarins var það búið að teygja arma sína yfir í nánast allar tónlistarstefnurnar. Fönk í bland við rokk, djass, sálartónlist og motown gaf af sér tónlistarstefnur á borð við framsækið rokk, djassfönk, bræðing, sýrudjass og síðast en ekki síst diskó.
Þegar horft er til baka yfir sjöunda áratuginn er einn tónlistarmaður sem stendur hvað mest upp úr varðandi tilkomu fönksins en það var James Brown.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]James Brown
[breyta | breyta frumkóða]Þann 3. maí 1933 í Barnwell í Suður-Karólínu fæddist James Joe Brown sem seinna átti eftir að verða þekktur sem „guðfaðir sálartónlistarinnar“. Hann ólst upp í gífurlegri fátækt og bjó í kofa með fjölskyldu sinni þar sem þau höfðu hvorki rafmagn né pípulagnir. Þegar foreldrar hans skildu hélt hann áfram að búa hjá pabba sínum, Joe Garner Brown, en þá var James aðeins fjögurra ára gamall. Fjölskyldan flutti til Augusta, Georgia, þar sem pabbi hans skildi hann eftir í umsjá frænku sinnar. Hún sá fyrir sér með því að reka hóruhús. James óx úr grasi og hafði efni á fötum og leigu með því að pússa skó hjá vegfarendum. Tónlistarhæfileikar James áttu þó eftir að koma honum á kortið. Hann kenndi sjálfum sér að spila á harmonikku sem pabbi hans hafði gefið honum og söng gospel söngva með vinum sínum. Seinna lærði hann á gítar, píanó og trommur og þegar hann var aðeins ellefu ára vann hann „amateur-night“ keppni hjá Lennox leikhúsinu þar sem hann söng lagið „So Long“. Árið 1963 komst lagið "Prisoner of Love" á vinsældarlista en þetta var fyrsta lag James Brown sem náði þessum árángri. Um miðjan 7.áratuginn var James byrjaður að "pródúsera" sín eigin lög og í febrúar árið 1965 ákvað James að breyta aðeins til. Hann breytti áherslum á slögunum úr "uppbíti" yfir í "downbít" í laginu "Papa's Got a Brand New Bag" en það lag vann Grammy verðlaunin sem besta rythma og blús lagið. Þetta var bara byrjunin á ferli James því í gegnum 7.áratuginn átti hann eftir að slá í gegn með lögunum sínum. Hann hélt áfram að þróa fönkstílinn sinn og með lögunum "Cold Sweat" (1967), "Mother Popcorn" (1969) og "Get Up (I Feel Like Being A) Sex Machine" (1970) átti hann eftir að hafa gríðarleg áhrif á fönk tónlistarstefnuna.
Þróunin
[breyta | breyta frumkóða]Margar fönksveitir fóru að taka upp söngstíl James Brown sem einkenndist af öskrum, búkhljóðum og kynþokkafullum orðum. Röddin spilaði nú miklu stærra hlutverk inn í tónlistina en áður þar sem hún var núna ekki aðeins notuð til að koma texta til skila heldur var hún orðin nokkurskonar hljóðfæri.
Hljómsveitin Dyke & the Blazers gaf út "Funky Broadway" árið 1967 sem var hugsanlega fyrsta platan til þess að nota orðið fönk í titlinum. Á sama tíma var Charles Wright & the Watts að gefa út sína fyrstu fönk plötu og slóu síðar í gegn með laginu "Express Yourself" árið 1971.
Rick James
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1978 blandaði Rick James saman fönki og diskó og gaf út plötuna Come Get It! sem var dansvænari en önnur fönk tónlist. Platan átti að höfða betur til dansmenningarinnar en fönk tónlist hafði aldrei verið neitt sérstaklega vinsæl á diskótekunum þar sem hún þótti ekki nógu dansvæn. Með tilkomu þessarar plötu varð fönk vinsælara á næturklúbbum. Rick hélt áfram að njóta mikilla vinsælda og árið 1981 sló partý lagið Give It To Me Baby vægast sagt í gegn og náði fyrsta sæti á mörgum helstu diskó vinsældarlistunum. Það voru þó fleiri hljómsveitir sem hjálpuðu til við að auka vinsældir fönksins á dansgólfinu þ.á.m. hljómsveitirnar The Cap Band og Cameo. Cameo blandaði saman kynþokka og blús með lögum eins og “Strange” og “Word Up!”.
Níundi áratugurinn – Prince & Nýja Fönkið
[breyta | breyta frumkóða]Það er auðveldlega hægt að sjá og heyra hvernig fönkið hafði áhrif á komandi tónlistarmenn. Lagið “Billie Jean” eftir Michael Jackson sem hefur bæði þung og taktföst slög er gott dæmi um þessi áhrif. Einnig var Prince undir miklum áhrifum en hann gaf út sína fyrstu plötu 1978 sem hét “For You”. Á þessari plötu sameinaði Prince marga mismunandi tónlistarstíla en platan var samt dansvæn, funky og síðast en ekki síst kynþokkafull. Á seinni plötunni, sem hét einfaldlega “Prince”, tókst honum að viðhalda þessum fönkaða og kynþokkafulla stíl þrátt fyrir að syngja ekkert um eiturlyf eða svokallað “sexploitation”. Hann hneykslaði hinsvegar almenning með plötuumslaginu sjálfu en á því situr hann nakinn á hvítum hesti. Platan hans “Dirty Mind” sem kom út árið 1980 var sögð ein áhrifamesta plata síðustu 50 ára bæði af SPIN og Rolling Stone magazine. Prince náði að blanda saman ótal mismunandi tónlistarstefnum og láta þá virka. Þessi einstaki stíll hans varð til þess að ný tónlistarstefna kom á sjónarsviðið en það var Nýja Fönkið.
Pólitískur boðskapur deyr út
[breyta | breyta frumkóða]Það var orðið sjaldgæft að heyra pólitískan boðskap í lögunum sem voru í útvarpsspilun á þessum tíma. Barátta fyrrum sálar, fönk og R&B tónlistarmanna frá 7. og 8. áratugnum var að deyja út. Diskófönk sveitir sem höfðu verið vinsælar í byrjun 8.áratugarins byrjuðu að fjara út og þrátt fyrir vaxandi vinsældum Hipp-Hoppsins þá var boðskapurinn í lögunum ekki sá sami. Textarnir fjölluðu ekki lengur um ástæðu til þess að lifa, trúa og dansa. James Brown og margir fleiri héldu þó áfram að gefa út slík lög en fengi ekki mikla athygli fjölmiðla.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Inngangur Geymt 9 október 2009 í Wayback Machine
- James Brown
- James Brown
- Þróun Fönksins
- Prince, Nýja Fönkið og Boðskapur Fönksins Geymt 1 mars 2012 í Wayback Machine
- Hvað er fönk ? Geymt 11 ágúst 2011 í Wayback Machine