Kelly Clarkson
Kelly Clarkson | |
---|---|
Fædd | Kelly Brianne Clarkson 24. apríl 1982 , Fort Worth, Texas |
Störf | Söngkona, lagahöfundur, leikkona |
Þekkt fyrir | Söngkona |
Kelly Brianne Clarkson (fædd 24. apríl 1982) er bandarísk söngkona, lagasmiður og leikkona. Hún gaf út fyrstu plötuna sína með RCA Records eftir að hafa unnið fyrstu þáttaröð American Idol árið 2002.
Clarkson hefur gefið út fjórar plötur: tvöfaldu platínum plötuna Thankful (2003), margfalda platínum plötu, Breakaway (2004) - vann tvö Grammy-verðlaun, My December (2007), og nýjustu plötuna, All I Ever Wanted (2009). Plöturnar fjórar hafa selst í meira en 10,5 milljónum eintaka í Bandaríkjunum. Clarkson er eini sigurvegari American Idol sem hefur náð á topp breska listans. Hún náði því þann 1. mars 2009 með laginu My Life Would Suck Without You. Hún hefur selt yfir 20 milljónir platna um alan heim og er söluhæsti sigurvegari American Idol.
Ellefu af smáskífum Clarkson náðu topp 20 á Billboard Hot 100 listanum. Smáskífan, My Life Would Suck Without You fór úr 97. sæti upp í það fyrsta á Hot 100 listanum fyrstu vikuna og sló metið fyrir stærsta stökkið á toppinn í sögu listans.
Kelly átti mest seldu American Idol-plötuna í Bandaríkjunum, þangað til í nóvember 2009, þegar Carrie Underwood náði þeim stóra titli með 100.000 fleiri plötum. Clarkson er samt sem áður áfram söluhæsti þátttakandi í American Idol.
Æska
[breyta | breyta frumkóða]Kelly Brianne Clarkson fæddist í Fort Worth í Texas og ólst upp í litlum bæ sem heitir Burleson, í úthverfi Fort Worth. Hún er þriðja og yngsta barn Jeanne Rose, 1. bekkjar kennara, og Stepehens Michael Clarkson. Kelly á bæði bróður og systur, Jason og Alyssu. Þegar Kelly var sex ára skildu foreldrar hennar eftir sautján ára hjónaband. Fjölskyldan settist að í Buerlson þar sem móðir hennar gifstist seinni eiginmanni sínum, Jimmy Taylor.
Fjölskylda Clarkson átti í fjárhagsvandræðum og eftir að skilnað foreldra hennar leitaði Kelly skjóls í tónlistinni. Hún gekk í Pauline G. Hughes grunnskólann og menntaskólann í Burleson. Hún vildi verða sjávarlíffræðingur en skipti um skoðun eftir að hafa séð myndina Jaws. Í sjöunda bekk heyðir kennarinn hennar hana syngja á ganginum og bað hana að koma í áheyrnaprufur fyrir skólakórinn; Kelly sagði henni að hún hefði aldrei fengið formlega söngþjálfun.
Í menntaskóla tók Clarkson þátt í söngleikjum, til að mynda í Annie Get Your Gun, Seven Brides for Steven Brothers og Brigadoon. Hún söng í hæfileikakeppni í skólanum sínum og eftir það sagði einn áhorfandinn við hana: „Guð hefur gefið þér þessa gjöf. Þú verður að syngja. Það eru örlög þín“. Clarkson hélt áfram að syngja og byrjaði fljótlega í klassískri þjálfun og vonaði að tónlistin myndi veita henni háskólastyrk.
Eftir útskrift úr menntaskóla var Clarkson boðinn fullur skólastyrkur til háskólanáms í háskólann í Austin, Texas, háskóla Norður-Texas og Berklee en hún ákvað að fara ekki í háskóla, þar sem hún hafði nú þegar samið svo mikið af tónlist að hún vildi prófa sig áfram og hún sagði að maður er aldrei of gamall til að fara í háskóla.
Tónlistarferill
[breyta | breyta frumkóða]2002-2003: American Idol og World Idol
[breyta | breyta frumkóða]Clarkson vann fyrstu þáttaröð American Idol þann 4. september 2002 og hafði fengið 58% atkvæða. Á meðan hún barðist við tárin söng hún ballöðuna A Moment Like This en lagið var samið sérstaklega fyrir sigurvegara kvöldins og var lagið á fyrstu plötunni hennar, Thankful. Þegar lagið kom út sem smáskífa í október 2002 setti það met í sögu Billboard Hot 100-listans þegar það fór úr 52. sæti upp í það fyrsta. Þessi árangur var aðallega undir áhrifum frá American Idol og seldist geisladiskurinn í 236.000 eintökum í fyrstu vikunni og var fimm vikur í fyrsta sæti á vinsældarlista í Kanada.
Í desember 2003 var haldin keppni sem bar nafnið World Idol, í London, Englandi þar sem sigurvegarar úr fyrstu þáttaröðum Idol alls staðar úr heiminum kepptu. Clarkson var samningsbundin til að taka þátt og lenti í öðru sæti á eftir norska idolinu, Kurt Nielson. Hún sögn lag Arethu Franklin, (You Make Me Feel Like) a Natural Woman.
2003-2004: Thankful
[breyta | breyta frumkóða]Stuttu eftir lok 1. þáttaraðar Idolsins, var Kelly sökuð um að hafa unnið með plötufyrirtæki. Samkvæmt reglum keppninnar má keppandi ekki taka þátt ef hann hefur unnið með plötuútgáfufyrirtæki. Stuttu seinna var hún sýknuð af öllum ásökunum.
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]Hljómplötur
[breyta | breyta frumkóða]- Thankful (2003)
- Breakaway (2004)
- My December (2007)
- All I Ever Wanted (2009)
- Stronger (2011)
- Wrapped in Red (2013)
- Piece by Piece (2015)
- Meaning of Life (2017)
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Opinber vefsíða Kelly Clarkson Geymt 15 júlí 2007 í Wayback Machine