Fara í innihald

Suzuki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Suzuki Motor Corporation (スズキ株式会社 Suzuki Kabushiki-Kaisha) er japanskt fjölþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Hamamatsu í Japan. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á bílum, mótorhjólum, hreyflum, hjólastólum og öðrum lítlum sprengihreyflum. Suzuki er níunda stærsta farartækjafyrirtæki í heiminum sé miðað við fjölda framleiddra eininga, hjá fyrirtækinu vinna um og yfir 45.000 manns. Framleiðslufyrirtækin eru hýst í 23 löndum og dreifingaraðilar eru 133 í 192 löndum.

Suzuki var stofnað árið 1909 af Michio Suzuki. Fyrirtækið átti vefstóla sem ófu silki, sem er stór atvinnugrein í Japan. Árið 1929 fann Suzuki upp nýja tegund vefstóls sem hann seldi útlanda. Suzuki fékk yfir 120 einkaleyfi á vefstólum. Fyrstu þrjátíu ár fyrirtækisins einbeittu þeir sér að þróun og framleiðslu þessara flókinna vefstóla.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.