Fara í innihald

Skópas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Höfuð gyðjunnar Hygieia eftir Skópas

Skópas var forngrískur myndhöggvari sem var uppi á 4. öld f.Kr. Skópas var einnig arkitekt. Hann vann einkum úr marmara og þykir afburða túlkandi tilfinninga. Hann stjórnaði endurbyggingu Aþenuhofsins í Tegeu og tók þátt í að prýða Másoleion í Halikarnassos með höggmyndum. Rómverskar eftirlíkingar af mörgum verka hans hafa varðveist.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.