Fara í innihald

Saimaa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Olavinlinna-kastali.
Loftmynd. Svarta línan er landamæri Finnlands og Rússlands.

Saimaa (sænska: Saimen) er stærsta vatn Finnlands og er í suðausturhluta landsins. Það er um 4.400 km2 stórt og er fjórða stærsta stöðuvatn Evrópu. Þéttbýlisstaðir við vatnið eru Lappeenranta, Imatra, Savonlinna, Mikkeli, Varkaus og Joensuu. Olavinlinna-kastali er við vatnið. Selurinn hringanóri lifir við það og saimaa-laxategundin.