Fara í innihald

John Rawls

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Vestræn heimspeki
Heimspeki 20. aldar
Nafn: John Rawls
Fæddur: 21. febrúar 1921
Látinn: 24. nóvember 2002 (81 árs)
Skóli/hefð: rökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk: Kenning um réttlæti
Helstu viðfangsefni: stjórnspeki, réttlæti
Markverðar hugmyndir: réttlæti sem sanngirni, upphafsstaðan, fávísisfeldur, fjalldalareglan, opinber skynsemi
Áhrifavaldar: Thomas Hobbes, John Locke, Immanuel Kant, John Stuart Mill, H.L.A Hart, Isaiah Berlin
Hafði áhrif á: alla stjórnspeki frá 1971, Thomas Nagel, Thomas Scanlon, Christine Korsgaard, Martha Nussbaum

John Rawls (21. febrúar 192124. nóvember 2002) var bandarískur heimspekingur, prófessor í stjórnspeki við Harvard University og höfundur bókanna A Theory of Justice (1971), Political Liberalism, Justice as Fairness: A Restatement og The Law of Peoples. Margir fræðimenn telja að hann sé mikilvægasti stjórnspekingur 20. aldar. Rawls hefur einnig haft mikil áhrif í siðfræði.

Helstu ritverk

Bækur

  • A Theory of Justice (Cambridge, Mass.: Belknap Press of Harvard University Press, 1971). Í endurskoðaðri útg. frá 1999 eru breytingar sem Rawls gerði fyrir þýdda útgáfu bókarinnar.
  • Political Liberalism: The John Dewey Essays in Philosophy, 4. (New York: Columbia University Press, 1993). Kiljan og innbundna bókin frá 1993 eru ekki alveg eins. Í kiljunni er nýr inngangur og ritgerð með titlinum „Reply to Habermas“.
  • The Law of Peoples: with „The Idea of Public Reason Revisited“ (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1999). Í bókinni eru tvær áhrifamiklar ritgerðir sem höfðu áður birst annars staðar, ritgerðirnar „The Law of Peoples“ og „Public Reason Revisited“.
  • Collected Papers. (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1999). Þessu safni styttri ritgerða ritstýrði Samuel Freeman. Tvær ritgerðanna í safninu, „The Law of Peoples“ og „Public Reason Revisited“ eru einnig birtar í sérstakri bók, Law of Peoples, sem kom út sama ár. Einni ritgerð, „Reply to Habermas“ var bætt við kiljuútgáfu bókarinnar Political Liberalism.
  • Lectures on the History of Moral Philosophy (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 2000). Barbara Herman ritstýrði þessu greinasafni. Í ritinu er inngangur um siðfræði nútímans, frá 1600–1800, og svo fyrirlestrar um David Hume, Gottfried Wilhelm Leibniz, Immanuel Kant og G.W.F. Hegel.
  • Justice as Fairness: A Restatement (Cambridge, Mass.: Belknap Press of Harvard University Press, 2001). Erin Kelly ritstýrði þessu ágripi af öllum helstu rökum Rawls í stjórnspeki. Margar útgáfur þessarar bókar voru til í handriti. Rawls las mikið af efninu fyrir þegar hann kenndi námskeið um sína eigin heimspeki við Harvard University.
  • Lectures on the History of Political Philosophy (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 2006 eða 2007). Safn fyrirlestra um Thomas Hobbes, John Locke, Samuel Butler, Jean-Jacques Rousseau, David Hume, John Stuart Mill og Karl Marx, ritstýrt af Samuel Freeman.

Greinar

  • „A Study in the Grounds of Ethical Knowledge: Considered with Reference to Judgments on the Moral Worth of Character“ (Ph.D. ritgerð skrifuð við Princeton University 1950).
  • „Outline of a Decision Procedure for Ethics“ í Philosophical Review (apríl 1951), 60 (2): 177-197.
  • „Two Concepts of Rules“ í Philosophical Review (janúar 1955), 64 (1): 3-32.
  • „Justice as Fairness“ í Journal of Philosophy (24. október 1957), 54 (22): 653-662.
  • „Justice as Fairness“ í Philosophical Review (apríl 1958), 67 (2): 164-194.
  • „The Sense of Justice“ í Philosophical Review (júlí 1963), 72 (3): 281-305.
  • „Distributive Justice: Some Addenda“, Natural Law Forum (1968), 13: 51-71.
  • „Reply to Lyons and Teitelman“ í Journal of Philosophy (5. október 1972), 69 (18): 556-557.
  • „Reply to Alexander and Musgrave“ íQuarterly Journal of Economics (nóvember 1974), 88 (4): 633-655.
  • „Some Reasons for the Maximin Criterion“ í American Economic Review (maí 1974), 64 (2): 141-146.
  • „Fairness to Goodness“ í Philosophical Review (október 1975), 84 (4): 536-554.
  • „The Independence of Moral Theory“ í Proceedings and Addresses of the American Philosophical Association (nóvember 1975), 48: 5-22.
  • „A Kantian Conception of Equality“ í Cambridge Review (febrúar 1975), 96 (2225): 94-99.
  • „The Basic Structure as Subject“ í American Philosophical Quarterly (apríl 1977), 14 (2): 159-165.
  • „Kantian Constructivism in Moral Theory“ í Journal of Philosophy (september 1980), 77 (9): 515-572.
  • „Justice as Fairness: Political not Metaphysical“ í Philosophy & Public Affairs (sumar 1985), 14 (3): 223-251.
  • „The Idea of an Overlapping Consensus“ í Oxford Journal for Legal Studies (vor 1987), 7 (1): 1-25.
  • „The Priority of Right and Ideas of the Good“ í Philosophy & Public Affairs (haust 1988), 17 (4): 251-276.
  • „The Domain of the Political and Overlapping Consensus“ í New York University Law Review (maí 1989), 64 (2): 233-255.
  • „Roderick Firth: His Life and Work“ í Philosophy and Phenomenological Research (mars 1991), 51 (1): 109-118.
  • „The Law of Peoples“ í Critical Inquiry (haust 1993), 20 (1): 36-68.
  • „Reconciliation through the Public Use of Reason“ í Journal of Philosophy (mars 1995), 92 (3): 132-180.

Verðlaun

Tengt efni

Heimild

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.