Fara í innihald

Húnaþing

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Húnaþing er eldra heiti yfir Húnavatnssýslu(r) og hefur haldið sér og alltaf verið notað jafnhliða, öfugt við til dæmis Hegranesþing (Skagafjarðarsýslu), þar sem þing-nafnið hefur alveg vikið fyrir sýsluheitinu. Húnaþing hefur alltaf verið notað yfir bæði Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu og staður sem sagður er „í Húnaþingi“ getur verið í hvorri sýslunni sem er. Þetta gæti þó breyst því þegar Vestur-Húnavatnssýsla varð eitt sveitarfélag 1998 fékk það nafnið Húnaþing vestra en Austur-Húnavatnssýsla hefur ekki farið sömu leið.

Hið forna þing Húnvetninga var á Þingeyrum en þess er ekki getið eftir að klaustur var stofnað þar 1133.