Fara í innihald

Georgíj Zhúkov

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Georgy Zhukov (1941)

Georgíj Konstantínovítsj Zhúkov (1. desember 189618. júní 1974) var sovéskur hershöfðingi. Zhúkov var einn mikilvægasti hershöfðingi Sovétmanna í seinni heimsstyrjöldinni og tók hann þátt í mörgum af helstu orrustunum á austurvígstöðvunum; meðal annars orrustunni um Stalíngrad, orrustunni um Leníngrad, orrustunni um Kúrsk og aðal þátt allra orrustunni um Berlín sem Sovétmenn yfirtóku.

Í ágúst 1942 var Zhúkov sendur til Stalíngrad til að stjórna vörn Sovétmanna gegn Þjóðverjum. Í Stalíngrad skipulagði Zhúkov Úranus-aðgerðina sem hrint var í framkvæmd í nóvember 1942. Aðgerðin fól það í sér að sjötti her Þjóðverja, undir stjórn Friedrichs Paulus var umkringdur í Stalíngrad, sem leiddi til þess að sjötti herinn gafst upp í febrúar 1943 og Sovétmenn unnu borgina á sitt vald.

Zhúkov átti einnig þátt í að brjóta á bak aftur umsátrið um Leníngrad og hann var yfirmaður herafla Sovétmanna í orrustunni við Kursk árið 1943, þar sem Sovétmenn stöðvuðu síðustu sókn Þjóðverja á austurvígstöðvunum. Zhúkov tók þátt í sókn Sovétmanna til vesturs allt til stríðsloka og var hann viðstaddur uppgjöf Þjóðverja í Berlín í maí 1945.

Eftir stríðið var Zhúkov ráðherra varnarmála um tíma, undir stjórn Níkíta Khrústsjov, en féll svo í ónáð og var þvingaður til að setjast í helgan stein.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.