Fara í innihald

Danska kirkjan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Vor Fruer Kirke í Kaupmannahöfn.

Danska kirkjan (danska: Den Danske Folkekirke eða Folkekirken) er opinbert trúfélag í Danmörku og evangelísk-lúthersk kirkja.

Um 72,1% Dana eru meðlimir kirkjunnar (1. jan. 2023). 11 biskupsdæmi eru innan Danmerkur, þar á meðal Grænland. Tólfta biskupsdæmið var Fólkakirkjan í Færeyjum sem nú er sjálfstæð. Enginn erkibiskup er í kirkjunni en æðsta embætti hennar er biskup Kaupmannahafnar. Kirkjan ákvað að gefa saman samkynhneigða árið 2012 en klofningur var innan hennar varðandi það.[1]

33.8% giftinga og 83.7% jarðarfara í Danmörku fara fram í Dönsku kirkjunni.

Heimild

Fyrirmynd greinarinnar var „Church of Denmark“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. september 2016.

Tilvísanir

  1. Klofningur yfirvofandi í dönsku kirkjunniRúv. Skoðað 9. september, 2016.