Blómasafi
Útlit
Blómasafi eða blómasykur er sykraður vökvi sem myndast í sérstökum kirtlum í krónublöðum blóma. Blómasafi safnast oft í lítinn poka, sem gengur niður úr krónublöðum og nefnist spori. Blómsafi getur einnig myndast í bikarblöðum. Blómasafi laðar að skordýr sem frjóvga blómið. Býflugur búa til hunang úr blómasafa.