Fara í innihald

Blómasafi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Blómasafni Kamellíablóms
Fiðrildi gæðir sér á blómasafa
Blóm (Gymnadenia conopsea) með spora fylltum af blómasafa

Blómasafi eða blómasykur er sykraður vökvi sem myndast í sérstökum kirtlum í krónublöðum blóma. Blómasafi safnast oft í lítinn poka, sem gengur niður úr krónublöðum og nefnist spori. Blómsafi getur einnig myndast í bikarblöðum. Blómasafi laðar að skordýr sem frjóvga blómið. Býflugur búa til hunang úr blómasafa.

Tenglar

  • „Hvernig verður hunang til og hvernig koma býflugurnar því í býflugnabúið?“. Vísindavefurinn.