Fara í innihald

Beck (sjónvarpsþættir)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Beck eru sænskir sakamálaþættir lauslega byggðir á persónum úr sögum Maj Sjöwall og Per Wahlöö um lögregluforingjann Martin Beck (leikinn af Peter Haber) og félaga hans í morðdeild sænsku ríkislögreglunnar. Sögusvið þáttanna er oftast Stokkhólmur. Líkt og bækurnar níu um Martin Beck eftir Sjöwall og Wahlöö ganga þættirnir út á lögreglurannsóknina og samskipti rannsakenda. Hver þáttur er um 90 mínútna langur. Þættirnir hófu göngu sína árið 1997 og fyrstu þáttaraðirnar voru gefnar út á VHS-spólum og DVD-diskum, en sumir þættir voru frumsýndir í kvikmyndahúsum. Síðustu þáttaraðir hafa verið frumsýndar á video on-demand-veitum og streymisveitunni C More. Árið 2023 voru þættirnir orðnir 50 í 9 þáttaröðum. Oft hafa nokkur ár liðið á milli þáttaraða.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.