1431
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1431 (MCDXXXI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- 4. febrúar - Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup vígði átta nunnur til klausturlífs á Reynistað. Ein þeirra ól barn nokkrum mánuðum síðar og um næstu áramót fæddi önnur nunna í klaustrinu barn.
- Eiríkur af Pommern var hylltur konungur á Alþingi.
- Samþykkt á Alþingi að Jón Gerreksson biskup skuli senda sveina sína úr landi.
- Erlendum kaupmönnum bannað að hafa vetursetu á Íslandi en það bann var þó ekki virt.
- Áttatíu enskir duggarar voru drepnir við Mannskaðahól á Höfðaströnd í Skagafirði. [1] [2]
- Bólusótt gekk um landið þetta ár eða 1430 og varð mikið mannfall.
Fædd
Dáin
Erlendis
- 11. mars - Evgeníus IV varð páfi.
- 26. mars - Réttarhöldin yfir Jóhönnu af Örk hófust.
- 30. maí - Jóhanna af Örk brennd á báli.
- 16. desember - Hinrik 6. Englandskonungur krýndur konungur Frakklands í París.
Fædd
- 1. janúar - Alexander VI páfi (d. 1503).
- Vlad Drakúla, fursti í Vallakíu (d. 1476).
- (sennilega) - François Villon, franskt skáld.
Dáin
- 25. janúar - Karl 2., hertogi af Lorraine (f. 1364).
- 20. febrúar - Marteinn V páfi.
- 30. maí - Jóhanna af Örk, frönsk alþýðuhetja og dýrlingur (f. 1412).
Tilvísanir
- ↑ »Í þann tíma var hér mikill yfirgángr enskra manna; hefr svo sagt Magnús bóndi Jónsson í Ögri, að landsmenn hér hafi ráðist í móti þeim, fyrir óráðvendnis glettíngar, rán og tiltektir á peningum manna, djarftæki til kvenna og aðra áleitni, ráðsmaðr Hólastaðar og aðrir Skagfirðingar, og barist við þá fyrir utan Mannskaðahól og felt þá nær áttatíu samann, en það er í sögnum að þá hafi verið rekin hross med hrísklyfjum, til at riðla flokki þeirra«. (Árb. Espólíns).
- ↑ Voðaverkin á mannskaðahóli; grein í Morgunblaðinu 2003