Fara í innihald

Ísrisi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Úranus

Ísrisi er ein gerð risavaxinna reikistjarna sem samanstendur að mestu úr efnum sem ekki eru jafn rokgjörn og vetni og helín.[1] Á tíunda áratug tuttugustu aldar varð ljóst að Úranus og Neptúnus voru aðgreindir frá stærri gasrisum sólkerfisins að því leyti að þeir innihalda í kringum 20% vetni á móti 90% vetnishlutfalli Júpíters og Satúrnusar.[1] Talið er að í kjörnum þeirra sé ekki að finna málmkennt vetni eins og í stærri gasrisunum heldur þyngri frumefni og sameindir þeirra á borð við vatn.[1] Auk Úranusar og Neptúnusar hafa fundist fjarreikistjörnur á brautum um aðrar stjörnur sem líklega eru ísrisar.

Heimildir

  1. 1,0 1,1 1,2 Mark Hostadter og fleiri: „The Atmospheres of the Ice Giants, Uranus and Neptune“. [skoðað 14-01-2013].
  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.