Fara í innihald

Kramatorsk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 10. ágúst 2024 kl. 13:26 eftir Dagvidur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. ágúst 2024 kl. 13:26 eftir Dagvidur (spjall | framlög)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Menningarhöllin í Kramatorsk.

Kramatorsk (úkraínska: Краматорськ) er borg í norðurhluta Donetskfylki í austur-Úkraínu. Íbúar voru um 150.000 árið 2021. Borgin liggur við þverá Donetsfljóts, Kazennyi Torets. Iðnaður og vélaframleiðsla eru mikilvægar greinar þar.

Árið 2014 í apríl náðu rússneskumælandi aðskilnaðarsinnar yfirráðum yfir borginni. Úkraínski herinn hóf gagnsókn og náði borginni í júlí sama ár.

Í innrás Rússa í Úkraínu 2022 gerðu Rússar árásir á borgina og meðal annars á lestarstöð þar sm nálægt 60 létu lífið.