Fara í innihald

Peter Pellegrini

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 16. júní 2024 kl. 23:20 eftir TKSnaevarr (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. júní 2024 kl. 23:20 eftir TKSnaevarr (spjall | framlög) (Bjó til síðu með „{{Forseti | nafn = Peter Pellegrini | mynd = Peter Pellegrini, 2024 (cropped).jpg | myndatexti1 = {{small|Pellegrini árið 2024.}} | titill= Forseti Slóvakíu | stjórnartíð_start = 15. júní 2024 | stjórnartíð_end = | forsætisráðherra = Robert Fico | forveri = Zuzana Čaputová | titill2= Forsætisráðherra Slóvakíu | stjórnartíð_start2 = 22. mars 2018 | stjórnartíð_end2 = 21. mars 2020 | forseti2...“)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Peter Pellegrini
Pellegrini árið 2024.
Forseti Slóvakíu
Núverandi
Tók við embætti
15. júní 2024
ForsætisráðherraRobert Fico
ForveriZuzana Čaputová
Forsætisráðherra Slóvakíu
Í embætti
22. mars 2018 – 21. mars 2020
ForsetiAndrej Kiska
Zuzana Čaputová
ForveriRobert Fico
EftirmaðurIgor Matovič
Persónulegar upplýsingar
Fæddur6. október 1975 (1975-10-06) (49 ára)
Banská Bystrica, Tékkóslóvakíu
ÞjóðerniSlóvakískur
StjórnmálaflokkurHlas–SD
HáskóliMatej Bel-háskóli
Tækniháskólinn í Košice

Peter Pellegrini (f. 6. október 1975) er slóvakískur stjórnmálamaður og núverandi forseti Slóvakíu. Hann var áður forsætisráðherra Slóvakíu frá 2018 til 2020.

Pellegrini var einnig heilbrigðisráðherra frá desember 2019 til mars 2020, aðstoðarforsætisráðherra frá 2016 til 2018 og mennta- og vísindamálaráðherra árið 2015. Hann var jafnframt þingforseti í tvígang, frá 2014 til 2016 og frá 2023 til 2024. Pellegrini var áður meðlimur í stjórnmálaflokknum Stefnu – sósíaldemókrötum (Smer–SD) en hann sagði sig úr honum og stofnaði nýjan flokk, Rödd – sósíaldemókrata (Hlas–SD) í júní 2020.

Í janúar 2024 tilkynnti Pellegrini framboð sitt til embættis forseta Slóvakíu. Hann lenti í öðru sæti á eftir Ivan Korčok í fyrri umferð kosninganna en sigraði Korčok í seinni umferðinni þann 15. júní 2025 með 53% atkvæðanna.

Æska og menntun

Pellegrini nam við hagfræðideild Matej Bel-háskóla og við Tækniháskólann í Košice og einbeitti sér að bankastarfi, fjárfestingum og fjármálum við síðarnefnda skólann.[1] Frá 2002 til 2006 vann hann sem hagfræðingur og síðar sem ráðgjafi þingmannsins Ľubomír Vážny í einkavæðingar- og efnahagsmálum.[1][2]

Stjórnmálaferill

Pellegrini var kjörinn á slóvakíska þingið árið 2006 fyrir flokkinn Stefnu – sósíaldemókratar (Smer-SD). Hann var endurkjörinn í þingkosningum Slóvakíu árin 2010 og 2012.[1] Frá 2012 til 3. júlí 2014 var hann ríkisritari fjármála. Hann var síðar stuttlega mennta- og vísindamálaráðherra.[2]

Forseti þingsins (fyrra skipti)

Þann 25. nóvember 2014 var Pellegrini kjörinn forseti slóvakíska þingsins og tók hann við af Pavol Paška.[3] Árið 2015 útnefndi Slóvakía hann í embætti á vegum Evrópusambandsins til að stuðla að opnu stafrænu samfélagi.[4]

Forsætisráðherra Slóvakíu

Pellegrini sem forsætisráðherra fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu þann 3. maí 2019.
Pellegrini forsætisráðherra flytur erindi við Evrópuþingið árið 2019.

Pellegrini var útnefndur aðstoðarforsætisráðherra fjárfestinga árið 2016 í ríkisstjórn Roberts Fico árið 2016.[5] Hann tók við embætti forsætisráðherra eftir að Fico sagpi af sér þann 15. mars 2018 eftir morðið á blaðamanninum Ján Kuciak.[6] Andrej Kiska forseti samþykkti ríkisstjórn Pellegrini þann 21. mars 2018[7] og 81 þingmaður kaus að staðfesta myndun hennar.[8]

Pellegrini var settur innanríkisráðherra í apríl 2018 og varð jafnframt fjármálaráðherra til bráðabirgða þegar Peter Kažimír sagði af sér og gerðist seðlabankastjóri árið 2019.[9]

Í desember 2019 varð Pellegrini einnig heilbrigðisráðherra eftir að Andrea Kalavská sagði af sér.[10]

Flokkur Pellegrini tapaði þingkosningum Slóvakíu árið 2020 fyrir popúlíska flokknum Venjulegu fólki, sem leiddur var af Igor Matovič.[11][12][13][14]

Á tíma Covid-19-faraldursins fóru ríki að keppast hvert við annað um sjúkragögn, ýmist með því að greiða fyrirtækjum til að skipta um áfangastaði eða taka birgðir eignarnámi sem ætluð voru öðrum ríkjum. Pellegrini sagðist hafa bókað tvær milljónir öndunargríma frá Úkraínu í skiptum fyrir greiðslu í reiðufé. Þýskur embættismaður bauð hins vegar hærra verð fyrir grímurnar og keypti þær og undan Slóvökum. Úkraínski utanríkisráðherrann Dmytro Kúleba sagði við þetta tilefni að öll ríki í Evrópu væru nú að leita um allan heim að sjúkragrímum og öndunarvélum.[15]

Forseti þingsins (annað skipti)

Þann 25. október 2023 var Pellegrini endurkjörinn forseti slóvakíska þingsins með 131 atkvæðum.[16]

Forsetaframboð

Þann 19. janúar 2024, í kjölfar áskorana frá stuðningsmönnum sínum[17] og stuðningsyfirlýsinga frá stjórnmálaflokkunum Hlas–SD og Smer–SD, tilkynnti Pellegrini að hann myndi gefa kost á sér í forsetakosningum Slóvakíu næsta ár.[18]

Pellegrini lenti í öðru sæti í fyrri umferð forsetakosninganna þann 24. mars 2024 með 37,03% atkvæðanna. Erindrekinn Ivan Korčok var í fyrsta sæti með 42,52% og fyrrum lögmaðurinn og dómarinn Štefan Harabin í þriðja sæti með 11,74%.[19] Stuttu eftir fyrri umferðina lýsti stjórnmálaflokkurinn SNS yfir stuðningi við Pellegrini, ásamt frambjóðendunum Krisztián Forró og Ján Kubiš.[20]

Pellegrini vann sigur í seinni umferð forsetakosninganna þann 6. apríl 2024 með 53,12% atkvæða gegn 46,88% sem Ivan Korčok hlaut.[21] Daginn eftir kosningarnar staðfesti Pellegrini að hann myndi segja af sér sem leiðtogi HLAS-SD-flokksins og segja upp aðild að flokknum í samræmi við óskrifaða venju um að forseti lýðveldisins sé óflokksbundinn.[22]

Forseti Slóvakíu

Pellegrini sór embættiseið sem forseti Slóvakíu þann 15. júní 2024 við sérstakan þingfund í Bratislava.[23]

Einkahagir

Pellegrini er af ítölskum ættum.[24] Langafi hans, Leopoldo Pellegrini (1856-1942) flutti til austurrísk-ungverska keisaradæmisins til að taka þátt í byggingu járnbrautar milli Levice og Zvolen.[25] Árið 2019 lýsti Pellegrini sér sem óvirkum kaþólikka.[26]

Pellegrini er einhleypur.[27][28] Í viðtali við slúðurblaðið Plus 7 dní árið 2020 var Pellegrini spurður hvort hann væri samkynhneigður, sem hann svaraði neitandi. Atvikið leiddi til þess að ritstjóri blaðsins sagði af sér, en hann hélt því að Pellegrini hefði reynt að koma í veg fyrir að spurningin yrði birt í viðtalinu.[29][30]

Pellegrini á hund, Gery, sem er nefndur eftir söguhetjunni Geralt frá Rivíu úr verkum Andrzej Sapkowski.[31]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 1,2 „Panellist | Peter Pellegrini“. Globsec. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. desember 2014. Sótt 11. janúar 2015.
  2. 2,0 2,1 „Novým ministrom školstva sa stal Peter Pellegrini“. Slovak Ministry for Education, Science, Research and Sport. 3. júlí 2014. Afrit af uppruna á 1. maí 2019. Sótt 11. janúar 2015.
  3. „Novým predsedom parlamentu sa stal Peter Pellegrini“ (slóvakíska). Teraz. janúar 1970. Afrit af uppruna á 24. mars 2021. Sótt 11. janúar 2015.
  4. „The Digital Champion of Slovakia“. European Commission. Afrit af uppruna á 18. október 2015. Sótt 11. janúar 2015.
  5. „Robert Fico appointed for third time as Slovak PM“. Xinhua. 24. mars 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. mars 2017. Sótt 2. apríl 2016.
  6. „Reshuffled Slovak Cabinet Takes Office, Easing Crisis After Journalist's Murder“. U.S. News. Afrit af uppruna á 24. mars 2021. Sótt 30. mars 2018.
  7. „Slovak president approves new cabinet“. Financial Times. Afrit af uppruna á 24. mars 2021. Sótt 30. mars 2018.
  8. „Slovakia MPs okay cabinet despite calls for snap polls“. The Sun Daily. Afrit af uppruna á 24. mars 2021. Sótt 30. mars 2018.
  9. Hovet, Jason (4. apríl 2019). „Slovak PM to head finance ministry temporarily after Kazimir leaves“. Reuters. Afrit af uppruna á 24. mars 2021. Sótt 6. ágúst 2019.
  10. Hajčáková, Daniela (17. desember 2019). „Čaputová prijala Kalavskej demisiu, ministerstvo povedie Pellegrini“. Sme. Afrit af uppruna á 21. ágúst 2020. Sótt 18. desember 2019.
  11. „Anti-corruption party wins Slovakia election“. BBC News. 1. mars 2020. Afrit af uppruna á 6. nóvember 2020. Sótt 1. mars 2020.
  12. „Slovakia election: seismic shift as public anger ousts dominant Smer-SD party“. The Guardian. Agence France-Presse. 1. mars 2020. ISSN 0261-3077. Afrit af uppruna á 24. desember 2020. Sótt 1. mars 2020.
  13. „Slovakia's anti-corruption opposition party wins election“. Euronews. 1. mars 2020. Afrit af uppruna á 30. október 2020. Sótt 1. mars 2020.
  14. Mortkowitz, Siegfried (29. febrúar 2020). „Anti-corruption opposition wins Slovakia election“. Politico Europe. Afrit af uppruna á 6. ágúst 2020. Sótt 1. mars 2020.
  15. Zubkova, Dasha (16. mars 2020). „Ukraine Was Ready To Sell Slovakia 2 Million Medical Face Masks, But Order Was Cut Off – Prime Minister Of Slovakia Pellegrini“. Ukrainian News. Afrit af uppruna á 18. maí 2020. Sótt 13. apríl 2020.
  16. „Pellegriniho zvolili za predsedu NR SR. O obštrukciu sa postaral Matovič, v rozprave mu tvrdo vynadal“. Pravda (slóvakíska). 25. október 2023. Afrit af uppruna á 25. október 2023. Sótt 25. október 2023.
  17. Kerekes, Daniel (21. desember 2023). „Podpora Pellegriniho rastie, aj keď neohlásil prezidentskú kandidatúru. Teraz by ho Korčok neporazil“. Denník N (slóvakíska). Afrit af uppruna á 31. janúar 2024. Sótt 7. apríl 2024.
  18. „Predsedníctvo Hlasu schválilo kandidatúru Pellegriniho na prezidenta“. Pravda (slóvakíska). 19. janúar 2024. Afrit af uppruna á 7. apríl 2024. Sótt 7. apríl 2024.
  19. „Výsledky prezidentských volieb 2024 - 1. kolo“. Aktuality.sk (slóvakíska). Afrit af uppruna á 8. apríl 2024. Sótt 7. apríl 2024.
  20. „Slovakian Hungarian Alliance to Support Peter Pellegrini in Presidential Elections“. Hungary Today (slóvakíska). 28. mars 2024. Afrit af uppruna á 7. apríl 2024. Sótt 7. apríl 2024.
  21. „Voľby 2024 - Výsledky prezidentských volieb 2. kolo LIVE“. Aktuality.sk (slóvakíska). Afrit af uppruna á 7. apríl 2024. Sótt 7. apríl 2024.
  22. Massayová, Vanessa (7. apríl 2024). „Peter Pellegrini sa vzdá členstva aj predsedníctva v Hlase: Chcem dodržať nepísanú tradíciu“. Start It Up (slóvakíska). Afrit af uppruna á 7. apríl 2024. Sótt 7. apríl 2024.
  23. Katuška, Michal; Vonšák, Martin (15. júní 2024). „Inaugurácia Petra Pellegriniho: Sledujeme online menovanie nového prezidenta Slovenska“. Sme (slóvakíska). Petit Press. TASR. Sótt 15. júní 2024.
  24. „Deputy prime minister for investments: Peter Pellegrini (Smer)“. The Slovak Spectator. Petit Press a.s. 22. mars 2016. Afrit af uppruna á 16. mars 2018. Sótt 15. mars 2018.
  25. Burčík, Matúš. „Prvý Pellegrini prišiel pred 130 rokmi. Syn bol v ruskom zajatí. Majetok im znárodnili“. Sme (slóvakíska). Petit Press a.s. Afrit af uppruna á 1. apríl 2024. Sótt 1. apríl 2024.
  26. Kekelák, Lukáš (14. mars 2024). „Zahlasoval za obdobu registrovaných partnerstiev, Záborskú označil za protipotratovú džihádistku“. Denník Postoj (slóvakíska). POSTOJ MEDIA, s.r.o. Afrit af uppruna á 24. mars 2024. Sótt 24. mars 2024.
  27. „Pellegrini: Slovakia's heartthrob politician to be new PM“. France 24. Agence France-Presse. 15. mars 2018. Afrit af uppruna á 7. apríl 2024. Sótt 7. apríl 2024.
  28. Dlhopolec, Peter (5. janúar 2024). „Danko seeks to make Pellegrini's sexuality a topic ahead of presidential race“. The Slovak Spectator. Petit Press a.s. Afrit af uppruna á 18. janúar 2024. Sótt 7. apríl 2024.
  29. „A chief editor quits over Pellegrini's intervention in a to-be-published interview“. The Slovak Spectator. Petit Press a.s. 19. febrúar 2020. Afrit af uppruna á 7. apríl 2024. Sótt 7. apríl 2024.
  30. Hron, Jan (19. febrúar 2020). „Pellegrini měl zcenzurovat rozhovor. Nelíbila se mu otázka, zda je gay“. iDNES.cz (tékkneska). Mafra. Afrit af uppruna á 7. apríl 2024. Sótt 7. apríl 2024.
  31. „Pellegrini ukázal Geryho a prezradil, čo doteraz vedeli len jeho najbližší: Toto je môj miláčik!“. Nový čas (slóvakíska). FPD Media, a.s. 24. október 2023. Afrit af uppruna á 7. apríl 2024. Sótt 7. apríl 2024.