Fara í innihald

Samuel J. Seymour

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 20. maí 2024 kl. 21:18 eftir TKSnaevarr (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. maí 2024 kl. 21:18 eftir TKSnaevarr (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Samuel J. Seymour

Samuel J. Seymour (fæddur 28. mars 1860; látinn 12. apríl 1956) var Bandaríkjamaður sem var sagður síðasti einstaklingurinn sem varð vitni að morðinu á Abraham Lincoln. Seymour fór á leiksýninguna Our American Cousin þann 14. apríl 1865 þar sem Abraham Lincoln var myrtur af John Wilkes Booth. Árið 1956 þá tæplega 96 ára gamall kom Seymour fram í sjónvarpsþættinum I've Got a Secret þar sem hann afhjúpaði að hann væri síðasti einstaklingurinn á lífi sem var á leiksýningunni þegar Lincoln var myrtur.