Fara í innihald

Reykjanesviti

Hnit: 63°48′56″N 22°42′15″V / 63.815673°N 22.704197°V / 63.815673; -22.704197
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 29. nóvember 2023 kl. 11:08 eftir Akigka (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. nóvember 2023 kl. 11:08 eftir Akigka (spjall | framlög) (Vitaverðir í Reykjanesvita)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Reykjanesviti.

Reykjanesviti er elsti viti á Íslandi. Fyrsti Reykjanesvitinn var reistur árið 1878 og kveikt á honum 1. desember sama ár. Átta árum síðar reið jarðskjálfti yfir Reykjanesið og fyrsti vitinn laskaðist og hrundi úr honum. Sá viti sem nú stendur var reistur árið 1907, en kveikt á honum 20. mars árið 1908. Vitinn skemmdist töluvert í jarðskjálftanum árið 1926.[1] Vitinn er 31 metra hár (22 metrar upp á pall), og stendur á útsuðurstá Reykjanestangans á Bæjarfelli, nokkuð upp af Valahnjúk, þar sem fyrsti vitinn stóð.

Vitaverðir í Reykjanesvita

[breyta | breyta frumkóða]
  • 1879-1884 Arnbjörn Ólafsson
  • 1884-1902 Jón Gunnlaugsson
  • 1902-1903 Þórður Þórðarson
  • 1903-1915 Jón Helgason
  • 1915-1925 Vigfús Sigurðsson
  • 1925-1930 Ólafur Pétur Sveinsson
  • 1930-1938 Jón Ágúst Guðmundsson
  • 1938-1943 Kristín Gumundsdóttir (ekkja Jóns Ágústs)
  • 1943-1947 Einir Jónsson (sonur Jóns Ágústs og Kristínar)
  • 1947-1976 Sigurjón Ólafsson
  • 1977-1992 Óskar Aðalsteinn Guðjónsson

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi Íslandsgrein sem tengist byggingarlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

63°48′56″N 22°42′15″V / 63.815673°N 22.704197°V / 63.815673; -22.704197